Fréttir og tilkynningar

Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa

Handbók er komin út á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði. Verður handbókinni fylgt eftir með kynningarfundi þann 22. mars nk.

Lesa meira

Rammasamningur við AwareGo

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert rammasamning við AwareGo um sérkjör á öryggisvitundarfræðslu til sveitarfélaga. Gildir samningurinn fyrir öll sveitarfélög að Reykjavíkurborg undanskilinni, sem hefur þegar samið við fyrirtækið.

Lesa meira

Staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga 2017

Nú liggur fyrir staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga vegna ársins 2017. Hér er um að ræða bráðabirgðauppgjör sem er fært til bókar í ársreikningum sveitarfélaga 2017. Endanlegt uppgjör liggur svo ekki fyrir en í maílok þegar álagningarskráin verður lokuð.

Lesa meira

Fyrsta landsáætlunin um uppbyggingu innviða

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt til umsagnar drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Fjallar hún um stefnumótun vegna uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum, leiðum og svæðum. Jafnframt er kynnt verkefnaáætlun til þriggja ára. Umsagnarfrestur um drögin rennur út 26. febrúar nk. Þá gengst ráðuneytið jafnframt fyrir opnum kynningarfundi um landsáætlunina 15. febrúar nk.

Lesa meira

Ársskýrsla innflytjendaráðs komin út

Einungis einn af þeim 18 starfshópum sem kveðið er á um í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, hefur verið settur á fót, að því er fram kemur í ársskýrslu innflytjendaráðs fyrir nýliðið ár. Mikilvægt er að mati ráðsins að upplýsingaflæði verði aukið á milli þeirra aðila sem að framkvæmd áætlunarinnar koma og utanumhald eflt með framvindu verkefna.

Lesa meira

Gluggað í fjárhagsáætlanir sveitarfélaga

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árin 2018 til 2021 taka mið af spám um áframhaldandi hagvöxt hér á landi. Skuldir og skuldbindingar lækka enn, sjöunda árið í röð, sem hlutfall af tekjum og fara úr 106% árið 2018 í 95% árið 2021 gangi áætlanir eftir. Árleg samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga til næstu fjögurra ára er komin út, barmafull af margs konar fjárhagsupplýsingum.

Lesa meira

Jafnlaunastaðallstaðallinn vekur athygli

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga fékk nýlega í heimsókn góða gesti frá Finnlandi. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að fræðast um jafnlaunastaðilinn nýja og þann skjóta bata sem átt hefur sér stað í efnahags- og atvinnulífi hér á landi frá hruni.

Lesa meira

Ísland í 2. sæti

Norðurlandaþjóðirnar röðuðu sér í fjögur af fimm efstu sætum í nýjustu lýðræðiskönnun World Economic Forum. Ísland er öðru sæti, næst á eftir Noregi sem trjónir í efsta sæti listans. Svíþjóð er í þriðja sæti og Danmörk í því fimmta, en Nýsjálendingar náðu að skjóta sér á milli grannríkjanna í fjórða sæti. Áhyggjuefni að lýðræði virðist á undanhaldi í heiminum.

Lesa meira

Orðsporið 2018

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í 11. sinn þriðjudaginn 6. febrúar 2018. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla starfi sem þar fer fram. Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt við hátíðlega athöfn á leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit.

Lesa meira

Gate 21 vill flýta fyrir orkuskiptum

Gate 21 er metnaðarfullt samstarfsverkefni sem miðar að því, að flýta fyrir sjálfbærum vexti innan Greater Copenhagen, en svo nefnast samtök svæðisstjórna og sveitarfélaga í austurhluta Danmörku og Suður-Svíþjóð.

Lesa meira

Þjónusta opinberra aðila og einkaaðila kortlögð

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur falið Byggðastofnun að vinna þjónustukort í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Kortið á að sýna á aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera og einkaaðila m.t.t. aðgerða sem þörf er á. Er það í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Gjaldfrjáls aðgangur að jafnlaunastaðalinum

Gjaldfrjáls aðgangur hefur verið veittur að jafnlaunastaðlinum (ÍST 85:2012 – Kröfur og leiðbeiningar) skv. samningi velferðarráðuneytis og Staðlaráðs Íslands. Nálgast má staðalinn á vefnum ist85.is.

Lesa meira

Ekki sjálfgefið að kosningaþátttaka aukist

Samband íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt, að grundvallarbreytingar á kosningarétti byggi á vönduðum grunni. Tilraunaverkefni í Noregi leiddi t.a.m. í ljós, að lækkun kosningaaldurs í 16 ár hefði lítil áhrif á kosningaþátttöku ungs fólks á aldrinum 16-18 ára.

Lesa meira

Svæðisbundin flutningsjöfnun

Opnað verður fyrir styrkumsóknir vegna svæðisbundinnar flutningsjöfnunar 1. mars. nk. Byggðastofnun sér um úrvinnslu styrkumsókna og er tekið er við umsóknum í gegnum umsóknargátt á vef stofnunarinnar.

Lesa meira

Samstarf um að efla nýsköpun hjá hinu opinbera

Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sagði nýlega frá væntanlegu samstarfi fjármálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að endurvekja nýsköpunarverðlaun í opinberri stjórnsýslu og þjónustu og gera jafnframt könnun á nýsköpun hjá hinu opinbera. Verðlaunin voru síðast veitt á árinu 2015.

Lesa meira

Greinargerð um notendastýrða persónulega aðstoð á Norðurlöndum

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman greinargerð um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á Norðurlöndum. Nauðsynlegt er að mati sambandsins að slík greinargerð liggi fyrir, en Alþingi hefur nú meðferðar frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, sem felur í sér lögfestingu NPA sem þjónustuforms.

Lesa meira

Vanda verður betur til verka

Gangi þær róttæku breytingar á lögheimilisskráningum eftir, sem lagðar hafa verið til í frumvarpsdrögum um lögheimili og aðsetur, gæti það dregið verulegan dilk á eftir sér. Auk réttaráhrifa á skiptingu útsvarstekna og réttindi íbúa, þá eru þar ákvæði sem grafa undan skipulagsvaldi sveitarfélaga til lengri tíma litið. Nægileg greining á áhrifum frumvarpsins á sveitarfélög hefur ekki farið fram, segir m.a. í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsnefnd sambandsins hefur einnig ályktað um málið.

Lesa meira

Dagur leikskólans 2018

Þriðjudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 11. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Lesa meira