Ísland í 2. sæti

Norðurlandaþjóðirnar röðuðu sér í fjögur af fimm efstu sætum í nýjustu lýðræðiskönnun World Economic Forum. Ísland er öðru sæti, næst á eftir Noregi sem trjónir í efsta sæti listans. Svíþjóð er í þriðja sæti og Danmörk í því fimmta, en Nýsjálendingar náðu að skjóta sér á milli grannríkjanna í fjórða sæti. Áhyggjuefni að lýðræði virðist á undanhaldi í heiminum.

Norðurlandaþjóðirnar röðuðu sér í fjögur af fimm efstu sætum í nýjustu lýðræðiskönnun World Economic Forum. Ísland er öðru sæti, næst á eftir Noregi sem trónir í efsta sæti listans. Svíþjóð er í þriðja sæti og Danmörk í því fimmta, en Nýsjálendingar náðu að skjóta sér á milli grannríkjanna í fjórða sæti.

Árangur Nýja sjálands ætti þó ekki að koma á óvart. Nýja sjáland var fyrst þjóða til að veita konum konsingarétt á árinu 1893 og byggja þarlend stjórnvöld á rótgróinni lýðræðishefð.

Hástökkvarinn er að þessu sinni Afríkuríkið Gambía, en landið færði sig upp á milli flokka frá síðustu könnun eða úr flokki alræðisríkja í flokk ríkja með „blandað stjórnarfar“ (e. hybrid regime). Má rekja það til þess, að Yahya Jammeh, forseti og einræðisherra til fjölda ára var hrakinn frá völdum og í kjölfarið á því var síðan efnt til fyrstu frjálsu kosninganna í sögu landsins á síðasta ári.

Lýðræðisstuðll könnunarinnar hefur þó ekki verið lægri frá fjármálakreppunni sem reið yfir á árunum 2010-2011. Niðurstöðurnar eru því á heildina ekki uppörvandi og þykir sér í lagi tjáningarfrelsið standa höllum fæti.

Þá er ekki síður umhugsunarefni, að þeim fækkar sífellt í heiminum sem búa í lýðræðisríki samkvæmt lýðræðisstuðli könnunarinnar, en hlutfall þeirra hefur frá árinu 2015 lækkað úr 8,9% í 4,5%. Þessa neikvæðu þróun má að mestu leyti rekja til þess, að Bandaríkin eru komin niður um flokk, þegar þau færðust úr flokki ríkja með fullt lýðræði niður í flokk lýðræðisríkja með ágalla (e. flawed democracy).

Þessi merkjanlega lækkun í lýðræðisstuðli Bandaríkjanna er vegna minnkandi trausts hjá bandarískum almenningi til opinberra stofnana. Sú þróun hefur verið að grafa um sig í bandarísku þjóðlífi um talsverðan tíma og þó nokkuð áður en Donald Trump, núverandi forseti, náði kjöri fyrir nokkrum árum.

Bandaríkin er langt í frá eina vestræna ríkið í flokki lýðræðisríkja með ágalla og deilir þessum vafasama heiðri með m.a. Frakklandi og Ítalíu, svo að dæmi séu nefnd.

Þess má svo geta að þriðjungur fólks í heiminum býr um þessar mundir við einræði, en þau fimm ríki sem skora lægst á lýðræðisstuðlinum eru  Afríkuríkin Kongó (Democratic Republic of Congo), Mið-afríska lýðveldið (Central African Republic) og Chad. Í 166. og næst neðsta sætið er Sýrland og Noður-Kórea í því neðsta.

Lýðræðisstuðull World Economic Forum er samansettur úr fjölmörgum þáttum, þar á meðal kosningakerfi viðkomandi ríkis, lýðréttindum, stjórnmálaþátttöku almennings og stjórnmálamenningu.