Gate 21 vill flýta fyrir orkuskiptum

Gate 21 er metnaðarfullt samstarfsverkefni sem miðar að því, að flýta fyrir sjálfbærum vexti innan Greater Copenhagen, en svo nefnast samtök svæðisstjórna og sveitarfélaga í austurhluta Danmörku og Suður-Svíþjóð.

Gate 21 er metnaðarfullt samstarfsverkefni sem miðar að því, að flýta fyrir sjálfbærum vexti innan Greater Copenhagen, en svo nefnast samtök svæðisstjórna og sveitarfélaga í austurhluta Danmörku og Suður-Svíþjóð.

Að verkefninu koma svæðisstjórnir, sveitarstjórnir, fyrirtæki og fræða- og vísindastofnanir á Greater Copenhagen svæðinu. Markmiðið er að svæðið verði leiðandi heiminum í þeim efnahagslegum umskiptum sem eru að eiga sér stað úr hefðbundinni efnahagsstarfsemi yfir í sjálfbært efnahagslíf með grænan hagvöxt. 

Forsendur verkefnisins felast í eftirspurn sem farið hefur ört vaxandi eftir þróun nýrra lausna innan orku- og umhverfisgeirans vegna loftslagsbreytinga.

Landshlutar og sveitarfélög innan Greater Copenhagen, deila metnaðarfullri framtíðarsýn varðandi orkuskipti og kolefnalaus samfélög á grunni endurnýjanlegra orkugjafa. Á grundvelli þessarar sameiginlegu langtímastefnumótunar, hafa fyrirtæki innan svæðisins séð sér hag í að fjárfesta í rannsóknum og þróun nýrra orku- og rekstrarlausna. Vonir standa til að sú þróunarvinna skili sér í aukinni samkeppnishæfni fyrirtækja sem laðar svo aftur inn á svæðið nýja og alþjóðlega fjárfesta.

Á árinu 2016 sameinaðist orkuklasi Sjállands Gate 21 og styrktist við það þekkingargrunnur verkefnisins, sem hefur verið að vaxa og styrkjast allar götur frá árinu 2009. Á meðal þess sem Gate 21 sérhæfir sig í er almenn eftirspurn eftir grænum lausnum, frumkvöðla- og sprotasamstarfi á milli opinberra geirans og einkageirans, stuðningi við græn viðskiptamódel, orkusparandi lausnir fyrir smá og meðalstór fyrirtæki/stofnanir og samkeppnishæfni á grunni grænna lausna.

Greater Copenhagen samstarfsvettvangurinn nefnist fullum fetum Greater Copenhagen & Skåne Committee. Samstarfið hefur vakið verðskuldaða athygli á undanförnum árum, en þessi nýstárlegu samtök ná til þriggja svæðisstjórna eða Kaupmannahafnarborgar (d. Region Hovedstaden), Sjálands (d. Region Sjælland) og Skánar (s. Region Skåne) og 79 sveitarféflaga sem skiptast þannig að 46 eru innan dönsku landshlutanna tveggja og 33 innan þess sænska.

Samstarfið má rekja allt aftur til þess að Eyrarsundsbrúin var tekin í notkun um þúsaldarmótin 2000, en markmið samtakanna er einmitt að útrýma þeim hindrunum sem standa í vegi fyrir vexti í efnahags- og atvinnulífi beggja vegna landamæranna – að tengja fólk saman þvert á þjóðerni og menningarmun.

Greater-Copenhagen