Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa

Handbók er komin út á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði. Verður handbókinni fylgt eftir með kynningarfundi þann 22. mars nk.

Handbók er komin út á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um aðferðir og leiðir í íbúalýðræði. Verður handbókinni fylgt eftir með kynningarfundi þann 22. mars nk. Útgáfan fellur undir þá stefnumörkun kjörtímabilsins sem lýtur að þátttökulýðræði og nýmælum í lýðræðisátt á sveitarstjórnarstigi. 

Af öðrum verkefnum, sem sambandið hefur staðið fyrir á þessum vettvangi, má nefna námsferð sem farin var til Svíþjóðar haustið 2016 og gaf sveitarstjórnarfólki kost á að kynna sér hvernig sænsk sveitarfélög vinna með íbúalýðræði. Þá gekkst sambandið fyrir málþingi ári síðar eða haustið 2017, þar sem kynnt voru fyrirmyndarverkefni sveitarfélaga á þessu sviði.

Stefnt er að því að kynningarfundurinn fari fram kl. 14:00 - 16:00 í húsnæði sambandsins að Borgartúni 30.

Allir áhugasamir eru velkomnir eftir því sem húsrúm leyfir. Sveitarfélög eru jafnframt hvött til þess að huga að þátttöku starfsfólks sem gæti tekið að sér að vera leiðandi í þekkingaruppbyggingu um íbúasamráð innan sveitarfélagsins. Boðið verður upp á fjarfundatengingu.

Tekið er við skráningu á fundinn og/eða ósk um fjarfundatengingu á anna.g.bjornsdottir@samband.is.

Ibuasamrad-i-sveitarfelogum-og-thatttaka-ibua