Málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku íbúa – lykilþættir og reynsla

Grand hótel í Reykjavík, 5. september 2017

Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir málþingi í samvinnu við Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins[1] og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Markmið þess var að miðla þekkingu og reynslu til sveitarfélaga um hvernig sé hægt að stunda markvisst og árangursríkt íbúasamráð og virkja íbúa til jákvæðrar þátttöku. Jafnframt hafði sambandið væntingar um að málþingið gæti orðið grundvöllur að því að til yrði samráðsvettvangur sveitarfélaga um þessi málefni.

Á málþinginu var fjallað um lykilþætti sem tengjast yfirskrift þingsins í þremur málstofum þar sem sveitarfélög kynntu þróunarverkefni sín og skiptast á sjónarmiðum og reynslu í umræðum eftir kynningar. Eftir málstofurnar kynnti fulltrúi  Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins evrópuviku um lýðræði í sveitarfélögum en markmið hennar er að hvetja sveitarfélög til að skipuleggja íbúaþátttökuviðburði í október þegar sáttmáli Evrópuráðsins um sjálfsstjórn sveitarfélag, sem Ísland er aðili að, öðlaðist gildi. Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér verkefnið, sem á 10 ára afmæli í ár, og skoða möguleika á að skrá sig til þátttöku 2017.  Á heimasíðu þess http://www.congress-eldw.eu/en/ er hægt að velja íslenskan kynningartexta. Fulltrúi hins nýja samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis flutti lokaframsögu.

Þingið var vel sótt af kjörnum og ráðnum stjórnendum sveitarfélaga og starfsmönnum, sem hafa umsjón með íbúasamráði eða eru áhugasamir um þau mál.


[1] Congress of Local and Regional Authorities http://www.coe.int/t/congress/presentation/default_en.asp?mytabsmenu=1

Dagskrá

09:30    Inngangur og kynning á handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa
Anna G.Björnsdóttir sviðsstjóri


09:50    1. málstofa         Hvernig virkjum við áhuga og þekkingu íbúa? Frummælendur:

11:30      2. málstofa        Hverfislýðræði-reynsla og lærdómur

                    I.            Hverfisnefndir

12:10-12:40          Hádegisverður

                  II.            Þátttaka íbúa hverfa í forgangsröðun og úthlutun fjármagns til framkvæmda og viðhalds.

III.                Þátttaka barna

Frummælendur eru:

Eftir kynningar þeirra verða umræður.

14:00     3. málsstofa       Þjónustusamráð og að virkja íbúa til aðgerða í þágu samfélagsins

Frummælendur::

15:00     Kynning á lýðræðisviku SveitarstjórnarþingsEvrópuráðsins

15:30-16:00 Lokaframsaga fulltrúa sveitarstjórnarráðuneytisins.