Jafnlaunastaðallstaðallinn vekur athygli

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga fékk nýlega í heimsókn góða gesti frá Finnlandi. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að fræðast um jafnlaunastaðilinn nýja og þann skjóta bata sem átt hefur sér stað í efnahags- og atvinnulífi hér á landi frá hruni.

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga fékk nýlega í heimsókn góða gesti frá Finnlandi. Tilgangur heimsóknarinnar var m.a. að fræðast um jafnlaunastaðalinn og þann skjóta bata sem átt hefur sér stað í efnahags- og atvinnulífi hér á landi frá hruni.

Voru þar á ferð starfsmenn ýmissa samtaka sveitarfélaga, atvinnurekenda, launþega og viðskiptalífs í Finnlandi. Einnig voru með í för fulltrúar frá finnsku borginni Lappeenranta.

Auk þess að fræðast um jafnlaunastaðalinn og efnahagslegan bata frá hruni, leituðu Finnarnir upplýsinga um launakerfi hér á landi og nýja og algengar leiðir í kjaraviðræðum og kjaradeilum.

Þá langaði finnsku gestina að fræðast um þau áhrif sem hrunið hefur haft á samfélags- og kjaramál, nú 10 árum síðar.

Finnar-i-heimsokn-012018Ljósm (IH): Frá fundi kjarasviðs sambandsins með fulltrúum frá ýmsum samtökum finnskra sveitarfélaga, atvinnurekenda, launþega og viðskiptalífs. Fremst t.v. má sjá Ingu Rún Ólafsdóttur, sviðsstjóra og Ellisif Tinnu Víðisdóttur, lögfræðing sviðsins. Gegnt þeim situr Benedikt Þór Valsson, hagfræðingur. Fyrir enda borðsins má svo sjá sérfræðingana Berglindi Evu Ólafsdóttur, Margréti Sigurðardóttur og Bjarna Ómar Haraldsson.

Gestir fundarins voru Niilo Hakonen og Taija Hämäläinen frá Vinnuveitendasambandi sveitarfélaga, Nuppu Rouhiainen frá Business Finland, Marko Heikkinen frá Launþegasambandi opinbera og almenna vinnumarkaðarins, Anna Kukka, Félagi starfsmanna í heilbrigðis- og félagsþjónustu, Merja Hyvärinen, Félagi hjúkrunarfræðinga, Marjut Manka, Verkalýðsfélagi opinbera starfsmanna og starfsmanna í velferðarþjónustu, Marmo Niskanen, Kjaraviðræðunefnd sérfræðinga í opinberri þjónustu og Ulla Perämäki, Verklalýðsfélagi tæknimenntaðra sérfræðinga. Frá Lappeenranta-borg komu jafnframt Markku Heinonen, Marja Hirvonen, Päivi Savilampi og Päivi Vauhkonen.