Fréttir og tilkynningar

Ein metnaðarfyllsta byggðaáætlun frá upphafi

Samband íslenskra sveitarfélaga telur, að byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi sem tillaga að þingsályktun, feli í sér í sér raunhæfar aðgerðir til styrkingar byggða. Í umsögn sambandsins um málið kemur jafnframt fram, að hér sé um eina metnaðarfyllstu tillögu að byggðaáætlun að ræða sem komið hefur fram.

Lesa meira

Samráð og samstarf í opinberum rekstri

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023. Fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lýsir forgangsröðun þeirra verkefna sem áformuð eru og fjármögnun þeirra. Í umsögninni er meðal annars farið fram á að gistináttagjald renni til sveitarfélaga þegar á næsta ári.

Lesa meira

Öflugt, ábyrgt og sjálfbært fiskeldi

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnuveganefnd Alþings umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.  Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein. Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein.

Lesa meira

Yfirlit yfir helstu mál á döfinni hjá ESB og EFTA 2018 sem gætu varðað sveitarfélög

EES-reglur hafa bein áhrif á sveitarfélög og því er mikilvægt að stunda virka hagsmunagæslu gagnvart ESB og stjórnvöldum. Brýnt er að fylgjast með undirbúningi stefnumótunar, löggjafar og annarra ákvarðana ESB sem geta haft áhrif á íslensk sveitarfélög og koma sjónarmiðum á framfæri eins snemma og mögulegt er í ákvörðunarferli mála. 

Lesa meira

Einn af þeim 100 bestu

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari í Skagafirði, hefur verið útnefndur af HundrED einn af 100 bestu í menntun (e. 100 most influential educators). Af því tilefni hafa samtökin birt viðtal við Ingva Hrannar á vef sínum þar sem hann er spurður út í hugmyndir sínar og hugmyndafræði.

Lesa meira

Þjónustukannanir Byggðastofnunar

Íbúar í Vopnafjarðarhreppi sækja þjónustu til þjónustuaðila á Akureyri í um fimmtung tilvika, á meðan 3-5% þjónustunnar er sótt þangað af íbúum annarra sveitarfélaga á Austurlandi, samkvæmt niðurstöðum úr þjónustukönnunum Byggðastofnunar.

Lesa meira

Ný lög samþykkt um þjónustu við fatlað fólk og félagsþjónustu sveitarfélaga

Alþingi hefur samþykkt ný lög um þjónustu við fatlað fólk og breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 1. október nk. Með þessum breytingum verður notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) að lögfestu þjónustuformi.

Lesa meira

Nefnd skipuð um stofnun þjóðgarðs á hálendinu

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga, þeim Valtý Valtýssyni, sveitarstjóra í Bláskógabyggð og Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.

Lesa meira

Vísitala félagslegra framfara

Kópavogsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið upp vísitölu félagslegra framfara, VFF (Social Progress Index). Vísitalan mælir hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna og skapa þeim tækifæri til betra lífs. Samhliða hefur bæjarfélagið þróað lausnir fyrir þá mæli- og greiningarvinnu sem vísitalan krefst og nefndar hafa verið „Mælkó“.

Lesa meira

Réttur barna í opinberri umfjöllun

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins, sem haldinn verður á Grand hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 25. apríl kl. 08:15-10:00, fjallar að þessu sinni um rétt barna í opinberri umræðu.

Lesa meira

Nýir félagsvísar hafar verið gefnir út

Velferðarráðuneyti og Hagstofa Íslands hafa gefið út Félagsvísa og er þetta 6. útgáfan af þeim. Félagsvísar eru greiningartæki sem leiðir fram breytingar í samtímanum, s.s. vegna opinberra aðgerða og þjóðfélagsþróunar. Megintilgangur Félagsvísa er að birta á einum stað safn tölulegra upplýsinga til að auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu.

Lesa meira

Seyra nýtt til uppgræðslu

Úrbætur, sem gerðar verða á fráveitumálum við Mývatn, fela m.a. í sér að skólpseyra verður nýtt til uppgræðslu á Hólasandi, að því er fram kemur í viljayfirlýsingu ríkisins og Skútustaðahrepps um málið. Lausnin heyrir að miklu leyti til nýmæla hér á landi og var auk þess hagkvæmasta lausnin af þeim sem voru til skoðunar.

Lesa meira

Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2018

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2018. Alls bárust umsóknir um styrki til 209 verkefna frá 77 umsækjendum upp á rúmar 101 milljón króna.

Lesa meira

Hreinsum strandlengju Íslands

Átak Landverndar Hreinsum Ísland hefst á Degi umhverfisins þann 25. apríl nk. og stendur til 6. maí. Átakinu er ætlað að vekja athygli á þeim hættum sem plastmengun veldur í hafi og eru sveitarfélög hvött til að skipuleggja hreinsunaraðgerðir á þessu tímabili, jafnt á landi sem við sjó. Laugardaginn 5. maí verður gengist fyrir strandhreinsun samtímis á öllum Norðurlöndum.

Lesa meira

Samstarfsyfirlýsing um menntun fyrir alla endurnýjuð

Samstarfsyfirlýsing um menntun fyrir alla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, sem undirrituð var á síðasta ári, hefur verið endurnýjuð af samstarfsaðilum. Yfirlýsingunni fylgir skuldbinding um að styðja við langtímaþróun menntastefnu hér á landi um menntun fyrir alla. Til grundvallar samstarfinu liggur aðgerðaáætlun sem byggir á tillögum úr úttektarskýrslu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir frá árinu 2017.

Lesa meira

Umsögn um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til  laga um lögheimili og aðsetur. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi lög um lögheimili nr. 21/1990 og lög um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1992. Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning einstaklinga sé rétt og að réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varða skráningu lögheimilis og aðseturs verði tryggt.

Lesa meira

Aldursdreifing í sveitarfélögum

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur uppfært myndrænt excel-líkan fyrir aldursdreifingu sveitarfélaga á árunum 1998-2018. Um svonefnda aldurspýramída er að ræða, sem sýna með aðgengilegu móti þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningu einstakra sveitarfélaga á þessu tímabili.

Lesa meira

Ný mannfjöldaspá til ársins 2066

Viðvarandi fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu samfara stöðugri fólksfækkun víða í landsbyggðunum, er sú mynd sem dregin er upp í megindráttum í nýrri mannfjöldaspá Byggðastofnunnar til ársins 2066. Helstu ástæður má rekja til lækkandi frjósemishlutfalls og brottflutnings ungs fólks til á höfuðborgarsvæðið.

Lesa meira