Öflugt, ábyrgt og sjálfbært fiskeldi

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnuveganefnd Alþings umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.  Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein. Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnuveganefnd Alþings umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.  Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein.

Frumvarpið byggist að stærstum hluta á tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi, sem settar eru fram í skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Fiskeldi, bæði á landi og í sjókvíum, hefur vaxið að umfangi á undanförnum árum og fyrirhuguð er stórfelld aukning á næstu árum sem áhrif mun hafa á einstakar byggðir, stofnanir sveitarfélaga og innviði. Því er talið mikilvægt að styrkja lagaumgjörð fiskeldis og leggja með því móti grunn að öflugu, ábyrgu og sjálfbæru fiskeldi sem grundvallast á skilvirku eftirliti, aukinni upplýsingagjöf, vísindum og rannsóknum.

Þá er frumvarpinu einnig ætlað, að leggja grunn að öflugu og skilvirku eftirliti með fiskeldi, ásamt því að bæta upplýsingagjöf og upplýsingaaðgengi almennings vegna fiskeldis.

Í umsögn sambandsins, sem unnin er í nánu samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, er þó bent á, að sveitarfélög, stéttarfélög og fulltrúar launþega telji, að skilgreina verði betur samfélagsábyrgð fyrirtækja, bæði efnahagsleg og umhverfisleg. Kallað er því eftir, að slíkt ákvæði verði sett í frumvarpið, svo stuðla megi að enn frekari sátt um uppbyggingu greinarinnar.

Einnig er bent á mikilvægi þess að hugað sé vel að högum nærsamfélagsins á hverjum stað og aðkomu staðbundinna stjórnvalda.  Er í því sambandi m.a. lagt til að Hafrannsóknastofnun verði gert skylt að leita álits hjá staðbundnum stjórnvöldum og að við úthlutun eldissvæða verði tekið mið af stöðu einstakra byggða í atvinnulegu tilliti.

Þá er minnt á þá stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga að skipulag strandsvæða, allt að einni sjómílu út frá grunnlínu landhelginnar, verði á forræði sveitarfélaga og að fyrirhugað auðlindagjald af fiskeldi renni, a.m.k. að stærstum hluta, beint til sveitarfélaga.

Laxar