Yfirlit yfir helstu mál á döfinni hjá ESB og EFTA 2018 sem gætu varðað sveitarfélög

EES-reglur hafa bein áhrif á sveitarfélög og því er mikilvægt að stunda virka hagsmunagæslu gagnvart ESB og stjórnvöldum. Brýnt er að fylgjast með undirbúningi stefnumótunar, löggjafar og annarra ákvarðana ESB sem geta haft áhrif á íslensk sveitarfélög og koma sjónarmiðum á framfæri eins snemma og mögulegt er í ákvörðunarferli mála. 

EES-reglur hafa bein áhrif á sveitarfélög og því er mikilvægt að stunda virka hagsmunagæslu gagnvart ESB og stjórnvöldum. Brýnt er að fylgjast með undirbúningi stefnumótunar, löggjafar og annarra ákvarðana ESB sem geta haft áhrif á íslensk sveitarfélög og koma sjónarmiðum á framfæri eins snemma og mögulegt er í ákvörðunarferli mála. Einnig er nauðsynlegt að sveitarstjórnarmenn og sérfræðingar sveitarfélaga viti hvað er í farvatninu þegar þeir taka mikilvægar ákvarðanir sem varða íbúana. Sambandið vinnur að hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í nánu samstarfi við evrópsk hagsmunasamtök sveitarfélaga, CEMR.

Brussel-skrifstofa hefur birt yfirlit yfir helstu mál á döfinni á vettvangi ESB og EFTA 2018 sem gætu varðað sveitarfélög: