Ný mannfjöldaspá til ársins 2066

Viðvarandi fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu samfara stöðugri fólksfækkun víða í landsbyggðunum, er sú mynd sem dregin er upp í megindráttum í nýrri mannfjöldaspá Byggðastofnunnar til ársins 2066. Helstu ástæður má rekja til lækkandi frjósemishlutfalls og brottflutnings ungs fólks til á höfuðborgarsvæðið.

MannfjoldaspaViðvarandi fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu samfara stöðugri fólksfækkun víða í landsbyggðunum, er sú mynd sem dregin er upp í megindráttum í nýrri mannfjöldaspá Byggðastofnunar til ársins 2066. Helstu ástæður má rekja til lækkandi frjósemishlutfalls og brottflutnings ungs fólks til á höfuðborgarsvæðið.

Samkvæmt spánni breytist einnig aldurssamsetning þjóðarinnar samhliða þessari þróun og má sem dæmi gera ráð fyrir, að hlutfall þeirra sem eru eldri en 65 ára hækki umtalsvert eða úr 13% árið 2017 í allt að 30% í lok spátímabilsins.

Í frétt Byggðastofnunarinnar segir að með þessu frumkvæði sé verið að bregðast við eftirspurn eftir mannfjöldaspá fyrir minni landsvæði. Líta megi á þetta frumkvæði stofnunarinnar sem fyrstu tilraun til að gera svæðisbundnar mannfjöldaspár, sem eflaust eigi eftir að endurbæta og þróa betur.

 Einnig er bent á að töluverð óvissa sé í spánni og því verði að túlka niðurstöður til lengri tíma en 15-20 ára varlega.

Mannfjöldaspá Byggðastofnunar byggir á mannfjöldalíkani sem hefur verið þróað út frá þekktum aðferðum við notkun sögulegra gagna. Ekki er notast við sérfræðiálit eða fyrirfram gefnar forsendur um líklega þróun.