Vísitala félagslegra framfara

Kópavogsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið upp vísitölu félagslegra framfara, VFF (Social Progress Index). Vísitalan mælir hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna og skapa þeim tækifæri til betra lífs. Samhliða hefur bæjarfélagið þróað lausnir fyrir þá mæli- og greiningarvinnu sem vísitalan krefst og nefndar hafa verið „Mælkó“.

Kópavogsbær hefur fyrst sveitarfélaga tekið upp vísitölu félagslegra framfara, VFF (Social Progress Index). Vísitalan mælir hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna og skapa þeim tækifæri til betra lífs. Samhliða hefur bæjarfélagið þróað lausnir fyrir þá mæli- og greiningarvinnu sem vísitalan krefst og nefndar hafa verið „Mælkó“.

Vísitala félagslegra framfara er liður í stefnumótunarferli sem bæjarfélagið ákvað að ráðast í árið 2016 með það að markmiði, að áætlanagerð og starfsemi bæjarins vinni samstillt að ánægju íbúa og heilbrigðum fjárhag.

Sem mælikvarði byggir vísitalan á þremur meginvíddum eða grunnþörfum íbúa, grunnstoðum velferðar og tækifærum (félagslegur hreyfanleiki). Engir efnahagslegir vísar eru teknir með í útreikninga á vísitölunni, heldur er einungis stuðst við félagslega og umhverfislega vísa. Jafnframt byggir vísitalan á niðurstöðum eða áhrifum (e. output) en ekki aðföngum eða ígjöf (e. input).

Vorið 2017 var skipaði bæjarstjórn stýrihóp sem vann að málinu á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við SPI á Íslandi. Helsta áskorun hópsins fólst í útvegun og meðferð tölulegra gagna, sem lúta ströngum aðferðafræðilegum fyrirmælum. Hluti af þeirri vinnu skilaði sér í Mælkó, en svo nefnist í daglegu tali nokkurs konar upplýsingatæknilegt „mælaborð“, sem starfsmenn bæjarins hafa þróað og heldur utan um gagnavinnslu vegna vísitölunnar.        

Þá fellur vísitala félagslegra framfara vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Auk þess að nýtast Kópavogsbæ sem hagnýtt tæki til stefnumótunar og stjórnunar, verður vísitalan einnig nýtt til árangursmælinga í tengslum við heimsmarkmiðin.

Þess má svo geta að Nóbelsverðlaunahafarnir  Amartya Sen og Joseph Stiglitz hafa komið að gerð vísitölunnar og einnig Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla, en sá síðastnefndi þykir með fremstu sérfræðingum á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni í heiminum í dag. 

Social Progress Imperative nefnist fyrirtækið sem heldur utan um útgáfu vísitölunnar. Michael Green er forstjóri þess og var hann viðstaddur kynningu sem Kópavogsbær stóð nýlega fyrir vegna verkefnisins. 

Kopavogsbaer-VFFBæjarstjórn Kópavogs ásamt Michael Green, forstjóra Social Progress Imperative, sem stendur lengst til vinstri. Aðrir eru f.v. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Margrét J. Rafnsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Guðmdundur Geirdal. Honum á vinstri hönd er Rósbjörg Jónsdóttir, ráðgjafi og fulltrúi SPI á Íslandi. Bæjarfulltrúar halda á ritinu „Félagslegar framfarir í Kópavogi“ sem var dreift á kynningarfundi um málið.