Fréttir og tilkynningar

Kynningarfundir kjarasviðs vegna kjarasamnings við FG

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga boðar til funda á nokkrum stöðum á landinu þar sem kynntur verður kjarasamningur grunnskólakennara sem undirritaður var 25. maí sl. og samþykktur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk 5. júní sl.

Lesa meira

Málþing um vindorku og orkumannvirki

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök orkusveitarfélaga gangast fyrir sameiginlegu málþingi um vindorku og orkumannvirki á Grand hóteli síðdegis í dag. Nálgast má upptökur af málþinginu hér.

Lesa meira

Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018

Ráðstefnan Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 fer fram í dag á Grand Hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“. Nálgast má upptökur af ráðstefnunni hér.

Lesa meira

Kennarar heiðraðir fyrir framúrskarandi störf

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í dag. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins Hafðu áhrif sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir á vormánuðum og gaf almenningi kost á að tilnefna eftirminnilega kennara.

Lesa meira

Óhóflegar heimildir til að leggja sektir á opinbera aðila í persónuverndarfrumvarpi

Samband íslenskra sveitarfélaga gagnrýnir harðlega vinnubrögð við gerð frumvarps til nýrra persónuverndarlaga. Hörðust er gagnrýnin á sektarákvæði frumvarpsins, sem heimila Persónuvernd að leggja milljarða króna sektir á opinbera aðila vegna lögbundinna verkefna. Einnig sætir innleiðingarferli gagnrýni ásamt þeim mikla og óþarfa flýti sem einkennt hefur málið af hálfu ríkisvaldsins. Sambandið skorar á Alþingi að veita málinu eðlilega umfjöllun og tryggja að ákvæði þar sem val um innleiðingu er til staðar séu ígrunduð vandlega.

Lesa meira

Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að hefja mótun nýrrar mennastefnu til 2030. Leiðarljós nýju stefnunnar verður gæðamenntun fyrir alla á öllum skólastigum. Stefnumótuninni verður hrundið af stað í haust með röð fræðslu- og umræðufunda um land allt.

Lesa meira

Evrópuvika sjálfbærrar orku stendur nú yfir

Evrópuvika sjálfbærrar stendur nú yfir. Vikunni er ætlað að kynna nýjungar í orkunýtinguog tækni, stefnumótun og framkvæmd  á sviði endurnýjanlegrar orku. Í tengslum við vikuna er að finna fjölbreytta dagskrá viðburða víðsvegar um Evrópu.

Lesa meira

Kerfisáætlun Landsnets í opnu umsagnarferli

Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Tillagan gildir fyrir tímabilið 2018-2027 og skiptist í tvo meginhluta eða langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins og þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2021. Haldnir verða opnir kynningarfundir um land allt nu í júní.

Lesa meira

Dagsektir vegna vanrækslu sveitarfélaga

Drög að reglugerð um fjárhæð dagsekta vegna vanrækslu sveitarfélaga, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst setja á grundvelli 116. gr. sveitarstjórnarlaga, hafa verið birt í samráðsgáttinni. Tilgreindar eru lágmarks- og hámarksfjárhæðir sekta sem leggja má á sveitarfélög hvern þann dag sem þau vanrækja lögbundnar skyldur sínar. Fjárhæðir dagsekta geta orðið á bilinu 25 til 300 þ.kr.

Lesa meira

Svæðisbundin flutningsjöfnun vegna ársins 2017

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu ráðherra um framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2017. Ákveðnir þættir hafa orðið til þess að flutningsjöfnun hefur verið minni en gert var upphaflega ráð fyrir. Í undirbúningi eru breytingar á lögum sem miða að betri nýtingu.

Lesa meira

Grunnskólakennarar samþykkja nýjan kjarasamning

Grunnskólakennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Niðurstöður úr allsherjaratkvæðagreiðslu innan Félags grunnskólakennara (FG) um samninginn voru kynntar fyrir stundu.

Lesa meira

Kaup og kjör sveitarstjórnarmanna

Skýrsla hag- og upplýsingasviðs um kaup og kjör sveitarstjórnarmanna og þeirra sem starfa í nefndum á vegum sveitarfélaga er komin út. Birtar eru upplýsingar um launagreiðslur á árinu 2017. Skýrslan hefur verið gefin út annað hvert ár frá árinu 2002.

Lesa meira

Vindorkufundur sveitarfélaga

Vindorka gegnir sífellt stærra hlutverki fyrir orkuframleiðslu í heiminum sem græn og endurnýjanleg orkuauðlind og hefur vindmyllum að sama skapi farið ört fjölgandi í landslagi margra landa. Þó ekki hér á landi, þar sem þessi þróun hefur vart látið á sér kræla eða allt þar til nýlega og virðist áhugi nú fara vaxandi. Við það hafa ýmsar spurningar vaknað um hvort, hvar og hvernig virkja megi þennan orkugjafa svo vel sé. Til að ræða stöðu þessara mála hafa Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök orkusveitarfélaga boðað til málþings um vindorku og skattlagningu orkumannvirkja þann 8. júní nk. 

Lesa meira

Fundir fyrir skólastjórnendur um nýju persónuverndarlöggjöfina

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands hefja í dag sameiginlega fundaferð um landið. Um kynningarfundi er að ræða, þar sem skólastjórnendum gefst kostur á að fjalla um þau mál sem á þeim brenna, bæði út af innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf og framhaldi Mentormálsins svonefnda.

Lesa meira

Fyrirboði aukinnar snjallvæðingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir um þessar mundir nýjan og stafrænan álagningarseðil. Þetta breytta verklag boðar byltingarkenndar breytingar hjá því opinbera á næstu árum með notendavænni, einstaklingsmiðaðri og snjallvæddri stjórnsýslu. Skattgreiðendur geta sem dæmi kallað fram nánari upplýsingar um einstaka liði álagningarinnar og séð hlutfallslega skiptingu staðgreiðsluskatta hjá sér í tekjuskatt annars vegar og útsvar hins vegar.

Lesa meira

Kennarar og stjórnendur í tónlistarskólum samþykja nýjan kjarasamningi

Úrslit í allsherjaratkvæðagreiðslu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um nýjan kjarasamning við samninganefnd sveitarfélaga liggja fyrir.

Lesa meira

Stenst ekki nánari skoðun

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við skýrslu, sem Samtök Atvinnulífsins (SA) gáfu nýlega út um fjármál 12 stærstu sveitarfélaga landsins, í minnisblaði sem Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hefur tekið saman.

Lesa meira

Ársfundur Brúar

Ársfundur Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, fer fram í hádeginu mánudaginn 4. júní nk. Allir sjóðsfélagar, fulltrúar launagreiðenda og fulltrúar viðkomandi stéttarfélaga hafa málfrelsi og tillögurétt á ársfundum sjóðsins.

Lesa meira