Skýrsla hag- og upplýsingasviðs um kaup og kjör sveitarstjórnarmanna og þeirra sem starfa í nefndum á vegum sveitarfélaga er komin út. Birtar eru upplýsingar um launagreiðslur á árinu 2017. Skýrslan hefur verið gefin út annað hvert ár frá árinu 2002.
Skýrsla hag- og upplýsingasviðs um kaup og kjör sveitarstjórnarmanna og þeirra sem starfa í nefndum á vegum sveitarfélaga er komin út. Skýrslan hefur verið gefin út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga annað hvert ár frá árinu 2002.
Birtar eru að þessu sinni upplýsingar um launagreiðslur á árinu 2017. Markmið útgáfunnar er að afla upplýsinga um kaup og kjör, sveitarstjórnum til aðstoðar við ákvörðun á kjörum sveitarstjórnarmanna, framkvæmdastjóra og nefndarfólks á vegum sveitarfélaganna.
Upplýsinga var aflað með rafrænum spurningalista, sem sendur var með tölvupósti til allra sveitarfélaga á landinu í mars sl. Upplýsingabeiðnin var síðan ítrekuð nokkrum sinnum með tölvupósti. Alls bárust svör frá 63 sveitarfélögum af 74.