Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu ráðherra um framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2017. Ákveðnir þættir hafa orðið til þess að flutningsjöfnun hefur verið minni en gert var upphaflega ráð fyrir. Í undirbúningi eru breytingar á lögum sem miða að betri nýtingu.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu ráðherra um framkvæmd svæðisbundinnar flutningsjöfnunar á árinu 2017. Ákveðnir þættir hafa orðið til þess að flutningsjöfnun hefur verið minni en gert var upphaflega ráð fyrir. Í undirbúningi eru breytingar á lögum sem miða að betri nýtingu.
Svæðisbundin flutningsjöfnun styður við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með kostnaðarjöfnun m.t.t. fjarlægðar frá innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn. Byggðastofnun sér um úthlutun þessara jöfnunarstyrkja, sem námu samtals 136,2 m.kr. á síðasta ári.
Tilgangurinn er að jafna skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en þeir framleiðendur bera, sem staðsettir eru nær markaði.
Úthlutun svæðisbundinna jöfnunarstyrkja byggir þremur svæðum sem landinu er skipt upp í eða svæði 1, svæði 2 og höfuðborgarsvæði. Einungis þeim fyrirtækjum er heimilt að sækja um sem starfrækt eru á svæðum 1 og 2.
Á svæði 1 tekur jöfnun mið af 10% endurgreiðslu umfram 245 km, en á svæði 2 er heimilt að sækja um allt að 20% endurgreiðslu umfram 390 km flutning. Fjallað er um skilyrði fyrir styrkhæfan flutning í reglugerð 67/2012 um svæðisbundna flutningsjöfnun með síðari breytingum.
Ákveðnir þættir hafa orðið til þess að styrkir til flutningsjöfnunar hafa verið lægri en gert var upphaflega ráð fyrir. Má þar aðallega nefna aukna strandflutninga, sem hnikað hafa til grunnforsendum til styrkveitingar. Við þessa þróun hefur svigrúm jafnframt aukist til jöfnunar hjá þeim sem eftir sitja og geta ekki nýtt sér strandflutninga.
Byggðastofnun hefur skoðað nokkrar mögulegar breytingar á kerfinu sem leitt gætu til betri nýtingar þessara fjármuna eða hækkun á styrkhlutfalli, stytting lágmarksvegalengda og fjölgun styrkhæfra atvinnugreina.
Nánari umfjöllun um hvern þessara kosta er í skýrslu ráðherra. Ráðherra hefur þessa möguleika einnig til skoðunar vegna frumvarps sem er í undirbúningi til breytingar á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.
-
Skýrsla ráðherra er lögð fram í samræmi við 9. gr. laga um svæðisbundna flutningsjöfnun nr. 160/2011.