Kynningarfundir kjarasviðs vegna kjarasamnings við FG

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga boðar til funda á nokkrum stöðum á landinu þar sem kynntur verður kjarasamningur grunnskólakennara sem undirritaður var 25. maí sl. og samþykktur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk 5. júní sl.

Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga boðar til funda á nokkrum stöðum á landinu þar sem kynntur verður kjarasamningur grunnskólakennara sem undirritaður var 25. maí sl. og samþykktur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk 5. júní sl.

Fundurinn er ætlaður eftirtöldum aðilum:

  • Skólastjórendum
  • Bæjar- og sveitarstjórum
  • Fræðslustjórum og starfsfólki skólaskrifstofa sem kemur að framkvæmd kjarasamnngsins
  • Formönnum/Fulltrúum fræðslunefnda sveitarfélaga
  • Fjármálastjórum
  • Launafulltrúum/yfirmönnum launadeilda sem vinna að launavinnslu vegna grunnskólakennara
  • Öðrum þeim aðilum sem sveitarfélagið telur mikilvægt að sitji slíkan fund og taki þátt í umræðum.

Fundirnir verða haldnir á fimm stöðum á landinu. Hér að neðan eru upplýsingar um tímasetningu fundanna og staðsetningu þeirra. Það er von kjarasviðs að sem flestir
sjái sér fært að mæta og nýta þetta tækifæri til að kynna sér og eiga
samtal um innihald samningsins.

--------------------------------------------
Selfoss – Fyrir Suðurland
Þriðjudagurinn 12. júní 2018
Fundarstaður: Sunnulækjarskóli á Selfossi
Fundartími 8:30-10:30.
--------------------------------------------
Hafnarfjörður – Fyrir Kragann
Þriðjudagurinn 12. júní 2018
Fundarstaður: Setbergsskóli, fyrirlestrarsalur
Fundartími 14:00 -16:00.
--------------------------------------------
Akranes – Fyrir Vesturland
Miðvikudagurinn 13. júní 2018
Fundarstaður: Brekkubæjarskóli
Fundartími: 10:00 – 12:00.
--------------------------------------------
Fjarðarbyggð – Fyrir Austurland
Fimmtudagurinn 14. júní 2018.
Fundarstaður: Grunnskólinn á Reyðarfirði
Fundartími: 13:00 – 15:00. 
------------------------------------------
Akureyri – Fyrir Norðurland
Föstudagurinn 15. júní 2018
Fundarstaður: Brekkuskóli
Fundartími: 10:00 – 12:00

--------------------------------------------