Evrópuvika sjálfbærrar stendur nú yfir. Vikunni er ætlað að kynna nýjungar í orkunýtinguog tækni, stefnumótun og framkvæmd á sviði endurnýjanlegrar orku. Í tengslum við vikuna er að finna fjölbreytta dagskrá viðburða víðsvegar um Evrópu.
Evrópuvika sjálfbærrar orku hófst í gær. Vikunni er ætlað að kynna nýjungar í orkunýtingu og tækni, stefnumótun og framkvæmd á sviði endurnýjanlegrar orku. Í tengslum við vikuna er að finna fjölbreytta dagskrá viðburða víðsvegar um Evrópu. Viðburðir á Evrópuvikunni kynna fyrirtækjum, stjórnvöldum og almenningi tækni sem byggir á sjálfbærri orku og sýna að hún getur verið raunhæfur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur. Í Brussel er fjöldi umræðufunda, ráðstefna og sýninga skipulagður af framkvæmdastjórn ESB og öðrum aðilum, s.s. fulltrúum orkufyrirtækja, vísindamönnum, stjórnvöldum og félagasamtökum.
Brussel-skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur að viðburði um nýsköpun sveitarfélaga og endurnýjanlega orku í samstarfi við danska, skoska, sænska og finnska sveitarfélagasambandið og Skotland og Katalóníu.
Evrópuverðlaun á sviði sjálfbærrar orku
Hápunktur vikunnar er afhending Evrópuverðlauna á sviði sjálfbærrar orku (e. Sustainable Energy Europe Awards) sem veitt eru framúrskarandi orkuverkefnum.
- Neytendaverðlaunin féllu í skaut Bio.Energy.Parc (Saerbeck, Þýskalandi). En árið 2008 ákváðu hinir 7,200 ákváðu íbúar Saerbeck að verða sjálfbærir þegar kemur að orkuframleiðslu eftir 2030.
- Almannaþjónustuverðlaunin fellu í skaut PEACE_Alps (Tórínó, Ítalíu), sem aðstoðar sveitarfélög í Ölpunum við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.
- Fyrirtækja- og borgaraverðlaunin féllu í skaut WiseGRID (Valencia, Spáni), fjármagnað af Horizon 2020 áætlun ESB. Um er að ræða lausnir til að bæta raforkuflutning og valdefla neytendur.
- Æskulýðsleiðtogaverðlaunin fengu Czech Sustainable Houses (Český Krumlov, Tékklandi), arkítektasamkeppni sem hvetur unga arkítekta til að finna sjálfbærar orkulausnir.