Grunnskólakennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Niðurstöður úr allsherjaratkvæðagreiðslu innan Félags grunnskólakennara (FG) um samninginn voru kynntar fyrir stundu.
Grunnskólakennarar hafa samþykkt nýjan kjarasamning. Samningstími er frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019. Niðurstöður úr allsherjaratkvæðagreiðslu innan Félags grunnskólakennara (FG) um samninginn voru kynntar fyrir stundu.
Kjörsókn var 73% og af þeim sem tóku þátt í samþykktu liðlega 74% samningnum. Nei sögðu 24,45% og voru auðir seðlar 1,55%.
Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands f.h. FG undirrituðu sem kunnugt er nýtt samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi þann 25. maí sl. Samningstími er frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019.
Atkvæðagreiðsla innan FG um samkomulagið stóð dagana 31. maí til 5. júní. Niðurstöður voru eftirfarandi:
- 4.689 voru á kjörskrá
- 3.423 greiddu atkvæði (73%)
- 2.533 sögðu já (74%)
- 837 sögðu nei (24,45%)
- 53 auðir seðlar (1,55%)
Ljósm. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, handsala samninginn þann 25. sl. (Ljósm. BEÓ)