Kerfisáætlun Landsnets í opnu umsagnarferli

Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Tillagan gildir fyrir tímabilið 2018-2027 og skiptist í tvo meginhluta eða langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins og þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2021. Haldnir verða opnir kynningarfundir um land allt nu í júní.

Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Tillagan gildir fyrir tímabilið 2018-2027 og skiptist í tvo meginhluta eða langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins og þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2021. Haldnir verða opnir kynningarfundir um land allt nu í júní.

Með tillögu að kerfisáætlun Landsnets 2018-2017 var jafnframt unnið mat á umhverfisáhrifum, sem birt er í umhverfisskýrslu áætlunarinnar.

Á meðal þess sem tekið hefur breytingum frá síðustu langtímaáætlun eru grunnforsendur kerfisrannsókna. Notast er nú við sviðsmyndir raforkuhóps orkuspárnefndar um raforkunotkun og hefur umfjöllun um flutningsgetu og afhendingaröryggi verið aukin frá því sem var, svo að dæmi séu nefnd.

Jafnframt hefur mat á þjóðhagslegum ávinningi þess að styrkja flutningskerfið verið uppfært og umfjöllun um áhrif fjárfestinga í flutningskerfinu á gjaldskrá Landsnets hefur verið bætt til muna.

Framkvæmdaáætlun hefur einnig tekið talsverðum breytingum. Auk þess sem umfang hennar hefur aukist til muna, kemur sú áætlun nú út í sérskýrslu sem inniheldur ýtarlegar lýsingar á þegar áætluðum framkvæmdum við flutningskerfið fram til ársins 2021.

Fyrir ný verkefni innan framkvæmdaáætlunar, hefur síðan verið afmörkuð stöðluð valkostagreining sem tekur mið af stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og markmiðum raforkulaga.

Umhverfisskýrsla er unnin á svipaðan hátt og áður og inniheldur sem fyrr mat á umhverfisáhrifum allra metinna valkosta í langtímaáætlun og framkvæmdaáætlun.

Tekið er við ábendingum og athugasemdum við kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 og umhverfisskýrslu á netfanginu landsnet@landsnet.is eða með bréfpósti stíluðum á Landsnet, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merktur Athugasemdir við kerfisáætlun 2018-2027.

Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 15. júlí 2018. Nálgast má áætlunina á hlekk hér að neðan.

Opnir kynningarfundir um kerfisáætlun Landsnets 2017-2018 fara fram í Reykjavík, á Egilstöðum, Akureyri, Ísafirði og á Hellu. Fundarstaðir og -tímar eru eftirfarandi:

Reykjavík – 7. júní Skráning á vef landsnets
Grand Hotel, Háteigur, kl. 08:30-10:00

Egilsstaðir - 12. júni
Icelandair Hotel Hérað, kl. 15:00 – 17:00

Akureyri - 13. júní
Hótel KEA, kl. 15:00 – 17:00

19. júní - Ísafjörður 19. júní
Hótel Ísafirði, Kl. 14:00 – 16:00

Hellu - 26. júní
Stracta Hotel, kl. 15:00 - 17:00

Eru allir sem vilja kynna sér innihald kerfisáætlunar Landsnets hvattir til að mæta.

Kerfisaaetlun-landsnets-2018-2027