Drög að reglugerð um fjárhæð dagsekta vegna vanrækslu sveitarfélaga, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst setja á grundvelli 116. gr. sveitarstjórnarlaga, hafa verið birt í samráðsgáttinni. Tilgreindar eru lágmarks- og hámarksfjárhæðir sekta sem leggja má á sveitarfélög hvern þann dag sem þau vanrækja lögbundnar skyldur sínar. Fjárhæðir dagsekta geta orðið á bilinu 25 til 300 þ.kr.
Drög að reglugerð um fjárhæð dagsekta vegna vanrækslu sveitarfélaga, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst setja á grundvelli 116. gr. sveitarstjórnarlaga, hafa verið birt í samráðsgáttinni. Tilgreindar eru lágmarks- og hámarksfjárhæðir sekta sem leggja má á sveitarfélög hvern þann dag sem þau vanrækja lögbundnar skyldur sínar. Fjárhæðir dagsekta geta orðið á bilinu 25 til 300 þ.kr.
Í sveitarstjórnarlögum segir, að vanræki sveitarfélag lögbundnar skyldur, svo sem um skil á upplýsingum, að fylgja ákvörðunum sem ráðherra tekur skv. VIII. kafla laganna, úrskurði eða fyrirmælum sé ráðuneytinu heimilt, að undangenginni áminningu, að stöðva greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eða að beita sveitarfélagið dagsektum þar til úr vanrækslunni hefur verið bætt.
Jafnframt er ráðherra falið að ákveða í reglugerð lágmarks- og hámarksfjárhæð dagsekta. Við ákvörðun dagsekta skal tekið mið af alvarleika brots og íbúafjölda sveitarfélags.
Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér drögin að umræddri reglugerð.
Umsagnarfrestur er til 18. júní nk.