Seyra nýtt til uppgræðslu

Úrbætur, sem gerðar verða á fráveitumálum við Mývatn, fela m.a. í sér að skólpseyra verður nýtt til uppgræðslu á Hólasandi, að því er fram kemur í viljayfirlýsingu ríkisins og Skútustaðahrepps um málið. Lausnin heyrir að miklu leyti til nýmæla hér á landi og var auk þess hagkvæmasta lausnin af þeim sem voru til skoðunar.

Úrbætur, sem gerðar verða á fráveitumálum við Mývatn, fela m.a. í sér að skólpseyra verður nýtt til uppgræðslu á Hólasandi, að því er fram kemur í viljayfirlýsingu ríkisins og Skútustaðahrepps um málið. Lausnin heyrir að miklu leyti til nýmæla hér á landi og var auk þess hagkvæmasta lausnin af þeim sem voru til skoðunar.

Samhliða verður vöktun Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn efld, einkum á innstreymi næringarefna í vatnið.

Um þróunarverkefni er að ræða með þríþættum ávinningi; álag á lífríki Mývatns minnkar, næringarefni í skólpi eru nýtt sem áburður til landgræðslu og um hagkvæmari lausn er að ræða en þær sem stjórnvöld höfðu haft til skoðunar. Verkefnið felst í megindráttum á aðskilnaði svartvatns og grávatns, þar sem svartvatni er safnað og ekið burt og það síðan nýtt fjarri vatninu til landgræðslu. Landgræðsla ríkisins mun sjá um landgræðsluhluta verkefnisins, sem heyrir að miklu leyti til nýmæla hér á landi.

Aðkoma ríkisins að fráveitumálum sveitarfélagsins byggir á einstöku lífríki Mývatns- og Laxársvæðisins, sem nýtur verndar að lögum en Mývatn var fyrsta svæðið sem Ísland tilkynnti til alþjóðlegrar skrár um verndun votlendis á grundvelli Ramsar-sáttmálans

Leitað hefur verið lausna um hríð á fráveitumálum við Mývatn, en vísindamenn telja að innstreymi næringarefna af mannavöldum kunni að ýta undir bakteríublóma og fleiri neikvæða þætti í vistkerfi vatnsins. Lausnin sem unnið verður að felst í aðskilnaði á svartvatni og grávatni, en það er svartvatnið sem verður flutt burt og nýtt til landgræðslu á Hólasandi.

Umræða hefur verið um ástand lífríkis í Mývatni um nokkra hríð, meðal annars á Alþingi.  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið lét gera úttekt á fráveitumálum við Mývatn 2017 og í kjölfar hennar gerði Skútustaðahreppur umbótaáætlun, þar sem fram kom að sveitarfélagið taldi sig ekki geta hrint henni í framkvæmd án aðstoðar ríkisvaldsins, þar sem kröfur væru strangar og umbætur dýrar fyrir fámennt sveitarfélag.

Viljayfirlysing---MyvatnFrá undirritun viljayfirlýsingarinnar á Mývatni nýlega, f.v. Magnús Jóhannsson, fulltrúi Landgræðslu ríkisins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.