Nýir félagsvísar hafar verið gefnir út

Velferðarráðuneyti og Hagstofa Íslands hafa gefið út Félagsvísa og er þetta 6. útgáfan af þeim. Félagsvísar eru greiningartæki sem leiðir fram breytingar í samtímanum, s.s. vegna opinberra aðgerða og þjóðfélagsþróunar. Megintilgangur Félagsvísa er að birta á einum stað safn tölulegra upplýsinga til að auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu.

Velferðarráðuneytið og Hagstofa Íslands hafa gefið út Félagsvísa og er þetta 6. útgáfan af þeim. Félagsvísar eru greiningartæki sem leiðir fram breytingar í samtímanum, s.s. vegna opinberra aðgerða og þjóðfélagsþróunar. Megintilgangur Félagsvísa er að birta á einum stað safn tölulegra upplýsinga til að auðvelda stjórnvöldum og almenningi að fylgjast með þróun og breytingum í samfélaginu.

Þegar best lætur, draga félagsvísar upp greinilega heildarmynd af þjóðfélagi með velferð, heilbrigði, vellíðan og þarfir íbúa í brennidepli. Að sama skapi draga vísarnir fram þá þjóðfélagshópa sem eru í vanda staddir, s.s. vegna þess að aðgerðir stjórnvalda skila ekki tilætluðum árangri.

Þá er þeim einnig ætlað að styðja við stefnumótun stjórnvalda, auk þess að einfalda aðgang almennings, stjórnvalda, hagsmunaaðila og rannsakenda að lýsandi upplýsingum um þjóðfélagsástand. Nýjum upplýsingum hefur verið bætt við frá síðustu útgáfu sem varða atvinnu, s.s. lága atvinnuþátttöku, tímabundin störf, vaktavinnu, óhefðbundinn vinnutíma og útgjöld til atvinnumála.

Tölur um vinnutíma hafa enn fremur verið settar í afmarkaða töflu ásamt ítarlegri upplýsingum um þjónustu við fólk með fötlun og sundurgreiningu leikskólabarna eftir aldri. Þá voru gerðar lagfæringar á framsetningu. Tímabil í hverri töflu eru að hámarki 10 ár og lýsigögn hafa verið færð aftast í hvern kaflann, auk þess að skrá þau í efnisyfirlit.

Félagsvísar Velferðarráðuneytis og Hagstofu Íslands skiptast upp í sex kafla sem eru:

  1. Lýðfræði
  2. Atvinna
  3. Menntun
  4. Lífsgæði, lífskjör og velferð
  5. Heilsa og
  6. Börn

Kaflar 1–3 voru áður einn kafli sem bar heitið lýðræði og virkni.