Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur uppfært myndrænt excel-líkan fyrir aldursdreifingu sveitarfélaga á árunum 1998-2018. Um svonefnda aldurspýramída er að ræða, sem sýna með aðgengilegu móti þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningu einstakra sveitarfélaga á þessu tímabili.
Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur uppfært líkan fyrir myndræna aldursdreifingu sveitarfélaga á árunum 1998-2018.
Um svonefnda aldurspýramída er að ræða, sem sýna með aðgengilegu móti þær breytingar sem hafa orðið á aldurssamsetningu sveitarfélaga á tímabilinu. Einstök sveitarfélög eru valin í reitnum sem er efst til vinstri í skjalinu sem opnast.
Skjalið opnast á yfirlitsmynd fyrir aldursdreifingu þjóðarinnar á umræddu tímabíli. Eins og getur að líta fer meðalaldur þjóðarinnar á heildina litið hækkandi og barnseignum fækkandi.