Ein metnaðarfyllsta byggðaáætlun frá upphafi

Samband íslenskra sveitarfélaga telur, að byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi sem tillaga að þingsályktun, feli í sér í sér raunhæfar aðgerðir til styrkingar byggða. Í umsögn sambandsins um málið kemur jafnframt fram, að hér sé um eina metnaðarfyllstu tillögu að byggðaáætlun að ræða sem komið hefur fram.

Samband íslenskra sveitarfélaga telur, að byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem lögð hefur verið fyrir Alþingi sem tillaga að þingsályktun, feli í sér í sér raunhæfar aðgerðir til styrkingar byggða. Í umsögn sambandsins um málið kemur jafnframt fram, að hér sé um eina metnaðarfyllstu tillögu að byggðaáætlun að ræða til þessa.

Við mótun byggðaáætlunarinnar var lögð áhersla á samráð við sveitarstjórnarstigið og kom m.a. framkvæmdastjóri sambandsins að mótun þeirra tillagna sem áætlunin byggir á og unnar eru á vettvangi stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál. Bindur sambandið vonir við að þessar tillögur verði að veruleika og telur áætlunina fela í sér raunhæfar aðgerðir til styrkingar byggða, m.a. vegna þess mikla samráðs sem haft var og þess vilja sem komið hefur fram til að fjármagna áætlunina.

Sambandið telur þó tilefni til að benda á, að sérstakur kafli í skýringum um kostnað og fjármögnun einstakra aðgerða, hefði auðveldað rýni þingsályktunartillögunnar. Enda þótt finna megi almennar upplýsingar um fjármögnun aðgerða, sem verða ýmist fjármagnaðar af byggðaáætlun, samfjármagnaðar af byggðaáætlun og fjárheimildum viðkomandi málaflokks eða alfarið fjármagnaðar af viðkomandi málaflokki, þá liggur heildarkostnaður allra aðgerða ekki fyrir.

Fækkun íbúa á einstökum svæðum, einhæft atvinnulíf og aðgengi í dreifðum byggðum að tæknibreytingum og -þróun eru helstu viðfangsefni áætlunarinnar. Sambandið er sammála þeim áherslum, en leggur jafnframt fram ýmsar athugasemdir við einstaka efnisþætti er varða heilbrigðisþjónustu, skólamál, akstursþjónustu í dreifbýli, ferðaþjónustu og byggðaáætlun, orkumál, almenningssamgöngur og húsnæðismál.

I-Gardi-a-SudurnesjumLjósmyndin er af vitanum í sveitarfélaginu Garði og tengist ekki efni fréttarinnar.