Fréttir og tilkynningar

Landsþingi frestað

XXXVI. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram átti að fara þann 26. mars nk. hefur verið frestað fram í maí.

Lesa meira

Ákvæði um borgaralega skyldu samþykkt á Alþingi

Samþykkt hefur verið á Alþingi frumvarp til laga um breyting á lögum um almannavarnir, nr. 82/2008. Í frumvarpinu er lagt til að í lögin verði bætt við til bráðabirgða ákvæði um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna til að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu.

Lesa meira

Lóðarleigusamningar – Tillaga að heildarlöggjöf

Út er komin skýrsla um gerð lóðarleigusamninga. Skýrsluna unnu þeir Víðir Smári Petersen og Karl Axelsson, dósentar við lagadeild HÍ, en tilgangur skýrslunnar er að greina lagaumhverfi lóðarleigusamninga og gera tillögur að því hvernig megi standa að gerð frumvarps til laga um slíka samninga.

Lesa meira

Hefjum störf

Með nýju atvinnuátaki stjórnvalda „Hefjum störf“ er stefnt að því að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf. Atvinnuátakið er í samvinnu atvinnulífsins, opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, telur að átakið muni verða öllum til góðs.

Lesa meira

Þrettán sveitarfélögum stendur til boða 180 milljónir í styrki

Fjarskiptasjóður hefur lokið yfirferð á styrkumsóknum í B-hluta Ísland ljóstengt 2021 og vegna ljósleiðarastofnstrengja. Þrettán sveitarfélögum stendur til boða samtals 180 milljónir króna. Tilboð fjarskiptasjóðs nær til allra styrkhæfra staða sem sótt var um í þessari lokaúthlutun verkefnisins.

Lesa meira

Samræmdum prófum aflýst

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum komu upp alvarleg vandamál við innskráningu nemenda í 9. bekk í samræmt próf í íslensku sl. mánudag, 8. mars.

Lesa meira

Rúmum 1,5 milljarði veitt til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Samtals var 764 milljónum króna úthlutað úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og 807 milljónum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum. Úthlutunin var kynnt á fundi í Norræna húsinu sl. þriðjudag.

Lesa meira

„Think Rural, Think Digital, Think Ahead!“

Nú á tímum lokana, ferðatakmarkana og heimavinnu er kannski erfitt að hugsa fram á við og stefna að alþjóðlegu samstarfi. Því vill NORA breyta með því að halda rafrænt sjö landa hakkaþon fyrir ungt fólk á norður-Atlantshafssvæðinu. Hakkaþonið fer fram dagana 19.-21. mars.

Lesa meira

Fleiri konur í áhrifastöður – Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars 2021

Einungis 30% evrópskra sveitarstjórnarmanna eru konur og einungis 17% evrópskra borgar- og bæjarstjóra eru konur. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu á vegum Svæðanefndar ESB sem haldin var í tilefni af 8. mars, alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Af þessu tilefni hvetur Svæðanefnd ESB til aðgerða til þess að auka hlut kvenna í áhrifastöðum.

Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2021

Íslensku menntaverðlaunin er viðurkenning fyrir framúrskarandi skólastarf, menntaumbætur og þróunarverkefni. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Lesa meira

Aðilar menntakerfisins treysta samstarf sitt með nýrri Menntamiðju

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Menntamálastofnun og Kennarasamband Íslands hafa undirritað samstarfssamning um Menntamiðju, samráðsvettvangs um skóla- og frístundastarf og starfsþróun fagstétta í menntakerfinu. Samningurinn nær til þriggja ára og kveður á um aðkomu að rekstri Menntamiðju.

Lesa meira

Átak til eflingar félagsstarfs fullorðinna

Félags- og barnamálaráðherra, hefur sett af stað átaksverkefni til að efla félagsstarf fullorðinna í samvinnu við sveitarfélögin, ásamt aðgerðum til heilsueflingar eldri borgara í samvinnu við Landssamband eldri borgara og ÍSÍ.

Lesa meira

Byggjum grænni framtíð

Á næstu tveimur vikum verða haldnar fimm opnar vinnustofur á Teams á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Til umræðu verða aðgerðir sem eiga að efla vistvæna mannvirkjagerð til ársins 2030.

Lesa meira

Ísland ljóstengt 2021: Tólf sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt frétt á vef sínum þar sem fram kemur að tólf sveitarfélögum stendur til boða að sækja um styrk í fjarskiptasjóð vegna lokaúthlutunar í landsátakinu Ísland ljóstengt.

Lesa meira

Opinn fundur um leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á opnum fundi um leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands, með tilliti til ræktunar, sem fram fer á Teams miðvikudaginn 3. mars kl. 15:00.

Lesa meira

Gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur aðgengileg á vef sambandsins

Að undanförnu hefur Hagstofa Íslands birt gögn um staðgreiðsluskyldar tekjur eftir sveitarfélögum og mánuðum á heimasíðu sinni í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Sveitarfélögum ætlað stórt hlutverk í hringrásarhagkerfinu

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði í síðustu viku umsögn um drög að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um meðhöndlun úrgangs til ársins 2032. Stefnan, sem ber heitið Í átt að hringrásarhagkerfi, tekur við af Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013–2024 og er það í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru á lögum um meðhöndlun úrgangs árið 2014.

Lesa meira

Ályktun um aðgerðir til að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum í sveitarstjórnarstjórnum

Vegna Covid féllu niður í fyrsta sinn í sögu Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins bæði vor- og haustþing 2020. Stjórnskipunarnefnd þingsins, sem er skipuð formönnum sendinefnda, hefur í staðinn komið saman nokkrum sinnum til að afgreiða mál þingsins.

Lesa meira