Fréttir og tilkynningar

Daggjöldin duga ekki

Samkomulag um að vinna sameiginlega greiningu um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila var gert í lok árs 2019 milli Sjúkratrygginga Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samningaviðræður þessara aðila um daggjöld höfðu staðið yfir um langt skeið án árangurs og steytti þar m.a. á gögnum um rekstur.

Lesa meira

Nýr vefur – byggingarreglugerd.is

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur opnað sérstakan vef tileinkaðan byggingarreglugerðinni sem finna má á slóðinni byggingarreglugerd.is. Þar er nú hægt að fletta upp á einfaldan hátt í þeim reglum sem gilda um framkvæmdir, leyfi, hönnunargögn og úttektir, svo fátt eitt sé nefnt. Áður var reglugerðina aðeins að finna samsetta í PDF skjali á vef HMS.

Lesa meira

Nýir umræðuhópar um málefni sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stofnað fjóra nýja umræðuhópa á Facebook til að auka samskipti og samráð um einstaka málaflokka.

Lesa meira

Verkfærakista og mælikvarðar um heimsmarkmiðin

Föstudaginn 16. apríl sl. var haldinn fundur fyrir tengiliði í Samstarfvettvangi sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Aðalefni fundarins var að kynna væntanlega verkfærakistu fyrir sveitarfélög um innleiðingu heimsmarkmiðanna á sveitarstjórnarstigi og þróun sameiginlegra mælikvarða fyrir þau.

Lesa meira

Starfshópur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum

Föstudaginn 16 apríl sl. kynnti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn áform um að settur yrði á fót starfshópur helstu hagaðila sem falið verði að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma.

Lesa meira

Skipt búseta barna lögfest

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum sem kveða á um skipta búsetu barna. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2022. Markmið laganna er að stuðla að jafnari stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala það upp saman á tveimur heimilum.

Lesa meira

Starfsþjálfun stórefld

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að stórefla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi.

Lesa meira

Námsstefna um uppbyggingu ferðamannastaða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands efnir til námsstefnu um uppbyggingu ferðamannastaða þriðjudaginn 20. apríl kl. 10:00-15:00. Námstefnunni er ætlað m.a. þeim sem koma að skipulagi hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða, sem og starfsmönnum sveitarfélaga.

Lesa meira

Barnavernd á tímum COVID-19

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins um barnavernd á tímum COVID-19 fer fram miðvikudaginn 14. apríl 2021 kl. 08:30-10:00. Fundurinn fer fram í gegnum ZOOM forritið.

Lesa meira

Sprotasjóður styrkir 42 verkefni

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2021-2022. Sjóðinum bárust alls 105 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmlega 302 millj. kr. Veittir voru styrkir til 42 verkefna að upphæð rúmlega 54 millj. kr.

Lesa meira

Ráðherra heimilar aukið svigrúm sveitarstjórna til fjarfunda

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tekið ákvörðun um tímabundin frávik frá ákveðnum skilyrðum sveitarstjórnarlaga í þeim tilgangi að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga.

Lesa meira

Skólastarf eftir páska

Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi var unnin í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og tekur mið af appelsínugulum lit í litakóða viðvörunarkerfis fyrir skólastarf sem kynnt var að loknu umfangsmiklu samráði við skólasamfélagið fyrr í vetur.

Lesa meira

Ný tækifæri – Opnunarhátíð Evrópusamstarfs

Ný tækifæri í Evrópusamstarfi verða kynnt í beinni útsendingu frá Borgarleikhúsinu 15. apríl kl. 14:00-16:00 þegar nýrri kynslóð samstarfsáætlana ESB verður hleypt af stokkunum.

Lesa meira

Lagabreyting á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga

Í dag var samþykkt á Alþingi lög um breytingu á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga. Tilefni lagasetningarinnar er að tryggja sveitarfélögum svigrúm til að ráðast í auknar fjárfestingar og mæta aðsteðjandi vanda í rekstri vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á íslenskt efnahagslíf og búskap hins opinbera.

Lesa meira

Opið fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna

Viltu vekja athygli á framúrskarandi kennara, skólastarfi eða þróunarverkefni? Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2021.

Lesa meira

Hvatt til skráningar í bakvarðasveit velferðarþjónustunnar

Félagsmálaráðuneytið hvetur fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveitar velferðarþjónustunnar sem félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga halda utan um. Velferðarþjónustan sinnir þjónustu við viðkvæma hópa og mikilvægt að hún falli ekki niður þrátt fyrir það ástand sem nú ríkir.

Lesa meira

Áhrif hertra sóttvarnarreglna á skólastarf

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum munu hertar sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti í kvöld. Lesa má nánar um almennar aðgerðir í frétt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins og í reglugerð nr. 321/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Reglurnar byggja á minnisblaði sóttvarnarlæknis.

Lesa meira

Flokkunarkerfi ESB sem skilgreinir hvort atvinnustarfsemi er sjálfbær eða ekki

ESB hefur sett á fót flokkunarkerfi sem skilgreinir hvort atvinnustarfsemi er sjálfbær eða ekki. Flokkunarkerfið er sagt vera lykilskref í átt að markmiði ESB um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og brýn aðgerð í aðgerðaáætlun ESB á sviði sjálfbærra fjármála.

Lesa meira