Áhrif hertra sóttvarnarreglna á skólastarf

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum munu hertar sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti í kvöld. Lesa má nánar um almennar aðgerðir í frétt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins og í reglugerð nr. 321/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Reglurnar byggja á minnisblaði sóttvarnarlæknis.

Sérstakar reglur gilda um skólastarf en gerðar hafa verið breytingar á reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar sem einnig taka gildi á miðnætti og gilda til 31. mars nk. Um breytingarnar segir m.a. í frétt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins:

„Helstu breytingar og áhrif á skólastarf dagana 25. mars til 31. mars.

  • Leikskólar mega starfa með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks. Ekki skulu fleiri en 10 fullorðnir einstaklingar vera í hverju rými. Viðvera foreldra innan leikskólabygginga takmörkuð.
  • Grunnskólar verða lokaðar, svo og félagsmiðstöðvar, frístundaheimili og tónlistarskólar.
  • Skólabyggingar framhaldsskóla verða lokaðar nemendum. Sinna má fjarkennslu, sé ítrustu sóttvarnaráðstöfunum fylgt, eftir því sem unnt er og samkvæmt nánari ákvörðun menntamálayfirvalda.
  • Skólabyggingar háskóla verða lokaðar nemendum. Sinna má fjarkennslu, sé ítrustu sóttvarnaráðstöfunum fylgt, eftir því sem unnt er og samkvæmt nánari ákvörðun menntamálayfirvalda.

Ný reglugerð mun kveða á um hvernig skólastarfi verður háttað frá 6. apríl nk. og verður inntak hennar kynnt þegar nær dregur.“

Fræðsluyfirvöld og skólastjórnendur eru hvattir til að kynna sér breytingarnar og fylgjast jafnframt með framvindu næstu daga.