Fréttir og tilkynningar

Nýjar vinnureglur um starfsemi Fasteignasjóðs jöfnunarsjóðs

Nýjar vinnureglur um úthlutanir á vegum Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga tóku gildi 1. júlí sl. á grundvelli reglugerðar um starfsemi fasteignasjóðsins (nr. 280/2021).

Lesa meira

Skýrsla um stöðu barna og ungmenna í samgöngum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út skýrslu um stöðu barna og ungmenna í samgöngum.

Lesa meira

Þarf þitt sveitarfélag aðstoð úr bakvarðarsveit?

Ef sveitarfélög þurfa aðstoð bakvarðarsveitar velferðarþjónustu, á meðan skrifstofa sambandsins er lokuð, skal hafa beint samband við félagsmálaráðuneytið. Annað hvort með því að hringja í síma 545-8100 eða með því að senda póst á vidbragd@frn.is.

Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga verður lokuð dagana 19. júlí til 2. ágúst vegna sumarfrís starfsmanna.

Lesa meira

Ársreikningar sveitarfélaga 2020 A hluti

Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 63 af 69 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2020. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.

Lesa meira

Nýr gagnagrunnur um íslensk mannvirki

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa ákveðið að hefja uppbyggingu nýrrar mannvirkjaskrár, gagnagrunns um íslensk mannvirki og er gert ráð fyrir að gagnagrunnurinn verði kominn í gagnið 1. júní 2022

Lesa meira

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 hefur verið send Alþingi til dreifingar meðal þingmanna.

Lesa meira

Ný vefsíða um stafrænt samstarf sveitarfélaga og hugmyndakönnun

Næstum öll sveitarfélög landsins hafa samþykkt að vinna saman að stafrænni umbreytingu. Stafrænt teymi, með þremur starfsmönnum, tók til starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga nú í júní.

Lesa meira

Flestir íbúar dreifbýlis hyggja á áframhaldandi búsetur þar

Byggðastofnun hóf á árinu 2019 viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna í samstarfi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá greinargott yfirlit um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar.

Lesa meira

Fasteignagjöld viðmiðunareigna

Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteigna­mat á sömu viðmiðunar­fast­eigninni um allt land. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 og 476 m3 á 808 m2 lóð.

Lesa meira

Staða jafnréttismála á Íslandi kynnt fyrir evrópskum sveitarstjórnarmönnum

Pólitísk yfirstjórn Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, kom saman á veffundi 18. júní sl. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga tók þátt í fundinum en hún er einn af varaforsetum samtakanna.

Lesa meira

Upptaka frá fundi um Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum

Á streymisfundi sem haldinn var miðvikudaginn 23. júní var kastljósinu beint að Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum, en umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um hvítbókina er til 8. júlí n.k.

Lesa meira

Ný löggjöf um samþættingu í þágu barna

Þann 11. júní sl. samþykkti Alþingi fjögur frumvörp félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna.

Lesa meira

Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum

,,Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum“ verður viðfangsefni streymisfundar þann miðvikudaginn 23. júní kl. 09:00-10:30.

Lesa meira

Óskað eftir nokkrum sveitarfélögum til að rýna verkfærakistu í loftslagsmálum

Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna við að útbúa verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum sem ætlað er að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu í sínum rekstri eins og kveðið er á um í lögum um loftslagsmál.

Lesa meira

Viðmið um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga lögfest

Alþingi samþykkti um síðustu helgi stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Lesa meira

Yfirlit um afgreiðslu þingmála á vorþingi 2021

Lögfræði- og velferðarsvið sambandsins hefur lagt fram yfirlit um afgreiðslur þingmála á vorþingi 2021.

Lesa meira

Ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum

Þann 13. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Barnaverndarnefndir í núverandi mynd eru lagðar niður og meginábyrgð daglegra verkefna barnaverndar falin barnaverndarþjónustu.

Lesa meira