Sprotasjóður styrkir 42 verkefni

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2021-2022. Sjóðinum bárust alls 105 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmlega 302 millj. kr. Veittir voru styrkir til 42 verkefna að upphæð rúmlega 54 millj. kr.

Grunnskólinn Austan vatna

Sprotasjóður er sameiginlegur sjóður fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni voru:

  • Lærdómssamfélag
  • Drengir og lestur

Heildarumsóknir til sjóðsins skiptust eftirfarandi á milli skólastiga: 66 umsóknir komu frá grunnskólastiginu, 10 umsóknir frá leikskólastiginu, 16 umsóknir frá framhaldsskólastiginu og 13 umsóknir þvert á skólastig.

Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta:

Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrki:

Leikskólinn IðavöllumPatreksskóli
Leikskólinn RauðhóllSkarðshlíðarskóli
AkurskóliStekkjaskóli
ÁrbæjarskóliVatnsendaskóli
Barnaskólinn á Eyrarbakka og StokkseyriVíkurskóli
BorgaskóliVogaskóli
BreiðholtsskóliÞelamerkurskóli
EngjaskóliÖlduselsskóli
FlataskóliFjölbrautaskólinn við Ármúla
GerðaskóliFjölbrautaskóli Suðurnesja
GlerárskóliTækniskólinn
GrundaskóliDalvíkurskóli
Grunnskóli FjallabyggðarFélags- og skólaþjónusta Austur-Húnavatnssýslu
Grunnskóli VestamannaeyjaFræðsluþjónusta Skagafjarðar
Grunnskólinn á ÍsafirðiGrunnskóli Borgarfjarðar
HelgafellsskóliGrunnskóli Fáskrúðsfjarðar
HörðuvallaskóliGrunnskólinn austan Vatna
Kirkjubæjarskóli á SíðuGrunnskólinn á Þórshöfn
LaugalækjarskóliSkólaskrifstofa Grindavíkurbæjar.
Norðlingaskóli


Nánari upplýsingar um úthlutanir og hlutverk Sprotasjóðs má finna á heimasíðu hans.