Starfsþjálfun stórefld

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að stórefla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi.

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra handsöluðu samkomuleg um þetta efni nýlega. Á myndina vantar Aldísi Hafsteinsdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. (Mynd: Kristinn Ingvarsson)

Nemendum við Háskóla Íslands mun með þessu samkomulagi standa til boða fleiri og fjölbreyttari tækifæri en áður til að kynnast störfum sem tengjast verkefnum þeirra og viðfangsefnum í Háskóla Íslands. Þannig verða nemendur enn betur undirbúnir til að takast á við margbreytileg og krefjandi verkefni sem bíða þeirra að námi loknu.

Um er að ræða 6 ECTS eininga starfsþjálfun á haust- eða vorönn sem felur í sér þjálfun nemenda í að vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga. Verkefnin skulu tengjast námi nemenda og reyna á þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér.

Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem eru áhugasöm um að taka þátt í verkefninu eru hvött til að sækja um á vefsíðu Tengslatorgs Háskóla Íslands eða í tölvupósti á tengslatorg@hi.is.

Stutt kynningarmyndband um Starfsþjálfun.