Fréttir og tilkynningar

Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna nú aðgengilegt á 40 tungumálum

Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað hratt hér á landi og mikil þörf hefur verið fyrir matstæki til að meta námslega stöðu þeirra. Slíkt heildstætt matstæki er nú komið í notkun, á íslensku og um 40 öðrum tungumálum og er það aðgengilegt öllum á vef Menntamálastofnunar.

Lesa meira

Upplýsingasíða vegna hamfaranna á Seyðisfirði

Sett hefur verið upp sérstök upplýsingasíða á vefsvæðinu Ísland.is vegna hamfaranna sem urðu á Seyðisfirði í desember sl. Þar er að finna upplýsingar um verkefni á vegum stjórnvalda og ýmissa stofnana sem þegar eru í framkvæmd og eru fyrirhuguð vegna hamfaranna.

Lesa meira

Fundur um stuðning ríkisins vegna fráveituframkvæmda

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorka boða til sameiginlegs fundar um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 14. janúar kl. 13:00 í gegnum Microsoft Teams forritið.

Lesa meira

Frumvarp tengt sveitarfélögum og Covid-19

Í samráðsgátt stjórnvalda var til umsagnar drög að frumvarpi er snýr að breytingum á ýmsum lögum tengdum sveitarfélögum og Covid-19 og má þar finna drög að frumvarpi ásamt umsögnum.

Lesa meira

Meðhöndlun úrgangs í brennidepli

Fyrirséð er að úrgangsmál verða afar fyrirferðarmikil í umræðum á sveitarstjórnarstigi næstu vikurnar. Fjölsóttur fjarfundur um brennslu úrgangs, sem haldinn var 11. janúar, í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, samráðsvettvangs sorpsamlaga á SV-horni landsins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins bendir til brennandi áhuga á þessum málaflokki. Margar knýjandi ákvarðanir bíða sveitarstjórna og ljóst er að þörf fyrir breitt samstarf er mikil.

Lesa meira

Útsvar í staðgreiðslu hækkar um 4% milli ára

Útsvar sem innheimt var í staðgreiðslu á tímabilinu frá febrúar til desember 2020 var 4% hærra en á sömu mánuðum í fyrra.

Lesa meira

Grunnnámskeið fyrir starfsfólk í vaktavinnu

Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu býður starfsfólki í vaktavinnu hjá sveitarfélögum, Reykjavíkurborg, ríki, og á sjálfseignarstofnunum að koma á grunnnámskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu.

Lesa meira

Skráning hafin á Nýsköpunardaginn 2021

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn í annað sinn 21. janúar næstkomandi en yfirskrift dagsins í ár er Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu: Lærdómar til framtíðar. Um fjarviðburð er að ræða sem hægt verður að fylgjast með í streymi milli klukkan 9 og 11:30. Skráning er hafin en þátttaka í deginum er ókeypis.

Lesa meira

Álagning fasteignaskatta lækkar

Tekjur af fasteignasköttum svara til um 13-15% af heildartekjum sveitarfélaga og eru fasteignaskattar næst mikilvægasti tekjustofn sveitarfélaga – á eftir útsvarstekjum. Fasteignaskattar eru lagðir á í þremur flokkum. Í A-flokki eru íbúðarhúsnæði, í B-flokki fasteignir hins opinbera og í C-flokki atvinnuhúsnæði.

Lesa meira

Grænbók um byggðamál í Samráðsgátt

Grænbók um byggðamál er komin í Samráðsgátt. Grænbókinni er ætlað að veita upplýsingar um núverandi stöðu byggðamála. Í henni er leitast við að svara því hvernig núgildandi byggðaáætlun hefur reynst og hverjar séu helstu áskoranir næstu 15 ára. Þá eru þar einnig sett fram lykilviðfangsefni og áherslur og lagðar til leiðir til að fylgja þeim eftir. Umsagnarfrestur er til 25. janúar 2021.

Lesa meira

Kynning á fyrstu vatnaáætlun Íslands 2022-2027

Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögu að fyrstu vatnaáætlun fyrir Ísland sem felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd. Hluti af vatnaáætlun er aðgerðaáætlun þar sem settar eru fram aðgerðir til að tryggja gott ástand vatns og vöktunaráætlun þar sem markmiðið er m.a. að samræma vöktun á vatni um allt land.

Lesa meira

Lykiltölur um leik- og grunnskóla

Komið er út yfirlit yfir lykiltölur um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2019.

Lesa meira

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins samþykkir mannréttindahandbók á 70 ára afmæli Mannréttindasáttmála Evrópu

Þetta er 2. handbók sveitarstjórnarþingsins og fjallar hún um félagsleg mannréttindi, s.s. rétt til heilsu, menntunar, vinnu og húsnæðis. Fyrsta mannréttindahandbókin var gefin út 2018.

Lesa meira

Frá landsþingi 2020

XXXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í dag og var það í fyrsta sinn sem landþing fór fram í fjarfundi. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambandsins, setti landsþingið og sendi hún hlýjar kveðjur til íbúa austur á landi er takast á við afleiðingar náttúruafla.

Lesa meira

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins ályktar um hvernig brúa þurfi bil á milli dreifbýlis og þéttbýlis

Á Sveitarstjórnarþinginu eiga sæti 324 þingfulltrúar sem eru fulltrúar fyrir 150 000 sveitarfélög og svæði í 47 aðildarlöndum Evrópuráðsins og þ. á m. Íslandi.

Lesa meira

Umræðufundur um landsskipulagsstefnu 2015-2026

Drög að tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026 hafa verið lögð fram á vef Skipulagsstofnunar. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu.

Lesa meira

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun Forvarnardagsins 12. desember sl. á Bessastöðum. Verðlaunahafar áttu þar góða stund með forseta og voru sóttvarnarreglur hafðar í hávegum og voru einungis vinningshafar og foreldrar þeirra viðstaddir.

Lesa meira

Nýtt byggðarmerki Múlaþings

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings 9. desember síðast liðinn var samþykkt tillaga dómnefndar sem skipuð var um byggðarmerki fyrir sveitarfélagið. Sjötíu tillögur bárust um merkið í samkeppni sem auglýst var í lok október. Merkið sem varð fyrir valinu er eftir Grétu V. Guðmundsdóttur, hönnuð.

Lesa meira