Starf móttökuritara hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu móttökuritara á rekstrar- og útgáfusviði. Móttökuritari starfar ásamt öðru starfsfólki að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem varða starfsemi sveitarfélaga ásamt því að sinna hefðbundnum skrifstofustörfum.

Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og skipulagshæfileika. Gert er ráð fyrir því að viðkomandi geti hafið störf 1. maí 2021. Um er að ræða tímabundið starf til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Símsvörun og almenn upplýsingagjöf.
  • Umsjón með kaffistofu, fundarherbergjum og opnum rýmum.
  • Skjalavistun.
  • Almenn ritarastörf.

Hæfniskröfur

  • Góð almenn menntun sem nýtist í auglýstu starfi.
  • Gott vald á íslensku máli.
  • Skipuleg og áreiðanleg vinnubrögð.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Þekking á skjalavistun.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæði og þjónustulund.

Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur.rafn.halldorsson@samband.is eða í síma 515-4900.

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga eru á vefsíðunni, www.samband.is. Þar er einnig að finna nánari starfslýsingu sem og mannauðsstefnu sambandsins.

Umsóknir, merktar Umsókn um starf móttökuritara, berist eigi síðar en 15. febrúar nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða á netfangið samband@samband.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem fram kemur m.a. rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.