Málþing um sameiningar sveitarfélaga

Föstudaginn 7. maí nk. efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til málþings um sameiningar sveitarfélaga. Málþingið fer fram í gegnum Teams samskiptaforritið og stendur frá kl. 08:30-10:00.

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambandsins, setur málþingið en að því loknu tekur Róbert Ragnarsson, sem er einn helsti ráðgjafi sveitarfélaga í sameiningarhug og fyrrum bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga og Grindavíkurbæjar, við og ræðir um það hvað hafa ber í huga við sameiningu sveitarfélaga.

Þá munu fulltrúar þriggja sveitarfélagahópa; Þingeyings, Sveitarfélagsins Suðurlands og Húnvetnings, fjalla um sína reynslu af sameiningarferlinu.

Nauðsynlegt er að skrá sig á málþingið á vef sambandsins.