Kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA

Samtök orkusveitarfélaga (SO) sendu í dag erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki.

Meginefni kvörtunar varðar ákvæði 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Samkvæmt ákvæðinu eru rafveitur, þar á meðal línur til flutnings raforku ásamt burðarstólpum og spennistöðvum, undanþegnar fasteignamati. Hins vegar skal meta eftir venjulegum reglum hús, sem reist eru yfir aflstöðvar og spennistöðvar, og þær lóðir er þau standa á.

Nánar um málið á vefsíðu Samtaka orkusveitarfélaga.