Fréttir og tilkynningar

Skilgreining grunnþjónustu

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á því að í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar tillaga frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um skilgreiningu grunnþjónustu, sem unnin er á grundvelli byggðaáætlunar.

Lesa meira

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2022-2023

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2022–2023.

Lesa meira

Aðalnámskrá grunnskóla aðgengileg á netinu

Opnað hefur verið vefsvæði sem hýsir námskrána adalnamskra.is. Vefsvæðinu er meðal annars ætlað að dýpka umfjöllun um aðalnámskrána, vinna með kennslufræði námsgreina og margt það sem fram hefur komið að skorti í tengslum við stuðning um framkvæmd náms og kennslu.

Lesa meira

Tímalína alþingiskosninga

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á tímalínu helstu dagsetninga í alþingiskosningum 2021.

Lesa meira

Samstarf sveitarfélaga um stafræna umbreytingu

Nær öll sveitarfélög landsins hafa samþykkt að ganga til samstarfs um stafræna umbreytingu sveitarfélaga og taka þátt í kostnaði vegna stafræns þróunarteymis sambandsins til að vinna að framkvæmd stafrænna samstarfsverkefna sveitarfélaga.

Lesa meira

Breytingar sem efla leikskólastarf

Starfshópur um styrkingu leikskólastigsins hefur skilað lokaskýrslu sinni til ráðherra. Hópurinn leggur fram fjölþættar tillögur um hvernig efla megi skólastarf á leikskólastigi, m.a. um endurskoðun á aðalnámskrá leikskóla, reglugerð um starfsumhverfi leikskóla og byggingarreglugerð.

Lesa meira

Breyttar reglur um sóttkví í skólum

Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.

Lesa meira

Skýrsla um samræmda skiptingu stjórnsýslunnar

Starfshópur um samræmda skiptingu stjórnsýslunnar hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni. Verkefni hópsins sem var skipaður síðastliðinn vetur var að fara yfir möguleika þess að samræma skiptingu stjórnsýslunnar í umdæmi í þeim tilgangi að bæta yfirsýn og samanburð á ýmsum þáttum íslensks samfélags.

Lesa meira

Að hvaða leyti hafa aðgerðir ESB í loftslagsmálum áhrif á íslensk sveitarfélög?

Loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kom út á dögunum og þar er dregin upp dökk mynd af stöðu mála. Við það tækifæri sagði Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs íslenskra stjórnvalda, að „næsti áratugur verði úrslitaáratugur“.

Lesa meira

Kosningavefurinn kosning.is opnaður

Kosningavefurinn kosning.is er upplýsingavefur fyrir framkvæmd alþingiskosninga 25. sept. 2021.

Lesa meira

Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út nánari leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021. Leiðbeiningarnar taka mið af núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum.

Lesa meira

Framtíðarsýn ESB fyrir landsbyggðir Evrópu

Evrópusambandið kynnti á dögunum framtíðarsýn ESB fyrir landsbyggðir álfunnar. Af því tilefni sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að það séu landsbyggðirnar sem binda saman samfélög Evrópu og þar sé að finna séreinkenni okkar og efnahagsleg tækifæri.

Lesa meira

Skýrsla um ráðstöfun fjármuna í grunnskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út skýrsluna Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla en hún inniheldur helstu niðurstöður samstarfsverkefnis ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og 13 sveitarfélaga um fjármögnun grunnskóla hér á landi.

Lesa meira

Um greiðslu kostnaðar vegna kosninga

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis greiðir ríkissjóður nauðsynlegan kostnað við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna, auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, atkvæðakassa og önnur áhöld vegna kosninganna.

Lesa meira

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á tímum Covid-19 faraldurs

Mikið hefur mætt á sveitarfélögum undanfarin misseri vegna Covid-19 faraldursins. Þrátt fyrir það hafa sveitarfélög ekki misst sjónar á markmiðum sjálfbærrar þróunar.

Lesa meira

Skýrsla um nýjustu framtíðarspár um hlýnun jarðar

Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) gaf út sjöttu ástandsskýrslu um loftslagsbreytingar í dag. Nefndin hefur það hlutverk að taka saman vísindalegar, tæknilegar, félags- og efnahagslegar upplýsingar um loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Lesa meira

Grænbók í fjarskiptum í samráðsgátt stjórnvalda

Grænbók um fjarskipti, þar sem metin er staða málaflokksins og lagður grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í fjarskiptum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Lesa meira

Forvarnir gegn gróðureldum

Gróðureldar eru sem betur fer ekki algengir á Íslandi en geta verið illviðráðanlegir ef eldur berst í þurran gróður.

Lesa meira