Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á tímum Covid-19 faraldurs

Mikið hefur mætt á sveitarfélögum undanfarin misseri vegna Covid-19 faraldursins. Þrátt fyrir það hafa sveitarfélög ekki misst sjónar á markmiðum sjálfbærrar þróunar.

Þvert á móti horfa mörg þeirra til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að stefnumótun og aðgerðaáætlunum í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var af UCLG, alþjóðlegum samtökum borga og sveitarfélaga. Skýrslan byggir á upplýsingum frá 43 löndum og er henni ætlað að gera grein fyrir stöðu sveitarfélaga gagnvart Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Covid-19 faraldrinum. Skýrslan var til umfjöllunar á fundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór 6.-15. júlí, en þar var fjallað um með hvaða hætti heimsmarkmiðin geti gagnast ríkjum í þeirri uppbyggingu sem nú er þörf í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Í skýrslu UCLG kemur jafnframt fram að Covid-19 faraldurinn hafi haft verulega neikvæð áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Því sé ljóst að tryggja þurfi að sveitarfélög séu höfð með í ráðum og þeim tryggt nægjanlegt fjármagn til uppbyggingar í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Þá kemur fram að mikil munur er á innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þegar horft er til mismunandi heimsálfa. Þannig miðar Evrópu hratt í átt að aukinni sjálfbærni, á meðan að hægar miðar í Asíu. Þá stendur Afríka í stað og í tilviki Suður Ameríka er um öfuga þróun að ræða.

Skýrsla UCLG