Kosningavefurinn kosning.is opnaður

Kosningavefurinn kosning.is er upplýsingavefur fyrir framkvæmd alþingiskosninga 25. sept. 2021.

Á kosningavefnum er að finna upplýsingar um framkvæmd kosninganna, framboð og kjósendur. Vakin er sérstök athygli á því að allt það helsta á vefnum er tekið saman á sérstakri síðu sem auðlesið efni. Slíkt hentar þeim sem reynist örðugt að lesa lengri og flóknari texta, hvort sem er yngra fólki, fólki sem er enn að læra íslensku og yngri kynslóðinni.

Auðlesið efni um kosningar til Alþingis 2021

Sérstök tímalína er birt sem hefur að geyma allar helstu dagsetningar sem skipta máli í aðdraganda kosninganna.

Tímalína kosninganna með helstu dagsetningum

Sérstakur kafli eru upplýsingar fyrir kjósendur um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og kosningaathöfnina á kjördag. Þá er einnig að finna kafla um kjörskrá auk upplýsinga um kosningarrétt. Í kaflanum um atkvæðagreiðslur utan kjörfundar eru einnig leiðbeiningar um kosningar fyrir þá sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19. 

Leiðbeiningar um kosningar í sóttkví eða einangrun.

Algengum spurningum og svörum hefur verið safnað saman á einn stað á vefnum. 

Spurningar og svör fyrir kjósendur

Framkvæmd alþingiskosninga er samstarfsverkefni nokkurra opinberra aðila. Má þar helst nefna dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, landskjörstjórn, yfirkjörstjórnir, aðrar kjörstjórnir, sveitarstjórnir, Þjóðskrá Íslands og sýslumenn. Þessir aðilar vinna að því í sameiningu að heildarframkvæmd kosninga fari fram með skýrum og traustum hætti.

kosning.is