Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á tímalínu helstu dagsetninga í alþingiskosningum 2021.
Tímalínuna má sjá í myndrænu formi á vefnum infogram.com. Þar má sjá ýmsar gagnlegar upplýsingar ásamt tilvísun í kosningalög, s.s. viðmiðunardag kjörskrár, atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, framlagningu kjörskrár og ýmislegt fleira.
Kjördagur er laugardagurinn 25. september.