Samstarf sveitarfélaga um stafræna umbreytingu

Nær öll sveitarfélög landsins hafa samþykkt að ganga til samstarfs um stafræna umbreytingu sveitarfélaga og taka þátt í kostnaði vegna stafræns þróunarteymis sambandsins til að vinna að framkvæmd stafrænna samstarfsverkefna sveitarfélaga.

Tveir sérfræðingar hófu störf teyminu í júní sl. til viðbótar við breytingastjóra sem leiðir teymið. Upplýsingavefur um stafrænt samstarf sveitarfélaga hefur verið opnaður. 

Stafrænt ráð sveitarfélaga, með fulltrúum allra landshlutasamtaka sveitarfélaga og borgarinnar, mótar stefnu um forgangsverkefni og áherslur. Eitt mikilvægasta verkefnið er að tryggja aðgengi sveitarfélaga að innviðauppbyggingu ríkisins á Ísland.is.  

Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á stafrænt form

Hafin er þróun á sameiginlegri stafrænni umsókn um  fjárhagsaðstoð sveitarfélaga sem byggir á fjárhagsaðstoðarkerfi Reykjavíkurborgar. Væntingar eru um að þetta verkefni muni ryðja veginn fyrir þróun á fleiri sameiginlegum lausnum og  nýtingu á tækniinnviðum sem verið er að byggja upp hjá ríkinu.  Lausnin á að liggja fyrir í  nóvember nk. og í framhaldi af því verður unnið að því að tengja sveitarfélög við lausnina á Ísland.is. 

Samband íslenskra sveitarfélaga aðili að stafrænni stefnu hins opinbera 

Samband íslenskra sveitarfélag gerðist aðili að stafrænni stefnu hins opinbera í sumar.  Er það liður í samstarfi ríkis og sveitarfélaga í stafrænni þróun hins opinbera og nýtingu sameiginlegra tækniinnviða.