Fréttir og tilkynningar

Beint streymi af málþingi um skólasókn og skólaforðun

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur áhugavert málþing um skólasókn og skólaforðun mánudaginn 21. maí, kl. 08:30 til 12:00. Fylgjast má með málþinginu í beinu streymi á vef sambandsins. Þá verða upptökur af framsöguerindum einnig aðgengilegar.

Lesa meira

Fjölsótt málþing um skólasókn og skólaforðun

Stýrihópi stjórnarráðsins í málefnum barna hefur verið falið að gera tillögur til úrbóta vegna þess vanda sem grunnskólar glíma við í skólasókn og skólaforðun. Þetta tilkynnti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra á málþingi í dag, sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna.

Lesa meira

Vorfundur Grunns 2019

Grunnur, félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, hélt sinn árlega vorfund á Siglufirði dagana 6.-8. maí 2019. Á fundinum var meðal annars fjallað um menntun allra barna og var sérstök áhersla á málefni barna af erlendum uppruna. Kynnt var samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga um stöðumat fyrir börn af erlendum uppruna sem eru nýkomin til landsins og eru að hefja skólagöngu. Gert er ráð fyrir að öll sveitarfélög geti nýtt sér verkefnið frá og með haustinu vegna grunnskólans en unnið er að þýðingu sambærilegs efnis fyrir leikskólastigið.

Lesa meira

Samkomulag um Kjaratölfræðinefnd undirritað

Samkomulag um hlutverk og umgjörð Kjaratölfræðinefndar var undirritað á 15. samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í dag.
Kjaratölfræðinefndin er samstarf heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag til undirbúnings og eftirfylgni með kjarasamningum.

Lesa meira

Uppselt á sýningarsvæði fjármálaráðstefnunnar

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram dagana 3. og 4. október nk. með svipuðu sniði og undanfarin ár. Allir sýningarbásar vegna ráðstefnuna eru upp pantaðir.

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta hafa almennt tekist vel

Framkvæmd sóknaráætlana landshluta hefur almennt tekist vel frá árinu 2015, samkvæmt niðurstöðum úttektar sem ráðgjafarfyrirtækið Evris hefur gert fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í úttektinni var lagt mat á það hvort tekist hefði að ná markmiðum samninga um sóknaráætlanir og jafnframt bent á atriði sem betur mættu fara.

Lesa meira

Ungt fólk hvatt til að taka þátt í þingfundi ungmenna

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á því brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Lesa meira

Fundaröð Landsnets um kerfisáætlun 2019-2028

Landsnet stendur nú í maí fyrir fundaröð hringinn í kringum landið sem nefnist Uppbygging fluningskerfis raforku – hver er staðan í þinni heimabyggð? Fundaröðin er liður í opnu umsagnarferli Landsnets fyrir drög að kerfisáætlun 2019-2028. Umsagnarfrestur er til 24. júní nk.

Lesa meira

Nýsköpunardagur hins opinbera

Nýsköpunardagur hins opinbera fer fram 4. júní nk. í Veröld Hús Vigdísar Finnbogadóttur, kl. 08.00-11.00n undir yfirskriftinni Hvernig er hægt að bæta þjónustu hins opinbera með nýsköpun? Fjölbreytt dagskrá nýksöpunardagsins er að vanda tileinkuð stjórnendum hjá því opinbera.

Lesa meira

Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2019

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2019.

Lesa meira

Samstarfsvettvangur norrænna sveitarfélaga í málefnum flóttamanna og hælisleitenda

Samnorrænn samstarfsvettvangur sveitarfélaga í málefnum flóttamanna og hælisleitanda (Nordisk integrationsnetværk), fundaði nýlega hér á landi. Aðild eiga auk sambandsins KL í Danmörku, SKL í Svíþjóð, KS í Noregi og Kuntaliitto í Finnlandi.

Lesa meira

Aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum

Loftslagsráð boðar til ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum á Grand Hóteli, fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 9:30 – 12:00.

Lesa meira

Skorað á ríkisstjórnina að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna

Hópur sveitarstjórnarmanna og sérfræðinga hefur sent ríkisstjórn landsins áskorun um, að lokið verði við uppbyggingu of­an­flóðavarna sem fyrst. Bent er á að eftir því sem uppbygging tefst, aukist hætta á fyrirbyggjanlegum slysum af völdum snjóflóða og skriðufalla og því sé brýnt að fjárheimildir úr ofanflóðasjóði verði auknar.

Lesa meira

Tillögur að almennri innkaupastefnu opinberra aðila fyrir matvæli

Jákvæð umhverfisáhrif, hollt mataræði, matarsóun, rekjanleiki og reiknilíkan fyrir kolefnisspor er á meðal þess sem fjallað er um í innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila. Vonir standa til þess að stefnan nýtist einnig sveitarfélögum ásamt öðrum opinberum aðilum.

Lesa meira

Ný stefna í íþróttamálum kynnt

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti nýja stefnu í íþróttamálum í gær. Stefnan var unnin í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og íþróttanefndar ríkisins. Virk þátttaka og aðgengi allra að íþróttastarfi áframhaldandi leiðarstef í íþróttastefnu stjórnvalda.

Lesa meira

Íbúaráð skipað í fyrsta sinn vegna loftslagsmála

Borgarráð Oxford-borgar hefur samþykkt að kalla eftir tillögum að aðgerðum í loftslagsmálum frá íbúum borgarinnar. Tilnefnt verður í íbúaráð með tilviljunarkenndu úrtaki úr lögheimilisskrá borgarinnar og því falið að leggja fram tillögur að markmiðum í kolefnisjöfnun ásamt öðrum nauðsynlegum aðgerðum á vegum borgarinnar í loftslagsmálum.

Lesa meira

Ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis 2018

Yfirlit yfir stefnumál ráðherra á kjörtímabilinu hefur verið birt í ársriti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2018. Stefnumálin eru 25 talsins og taka til allra málaflokka ráðuneytisins. Þá er í ársritinu fjallað sérstaklega um framtíðarsýn, leiðarljós og stefnumótun á vegum ráðuneytisins. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðuneytið birtir með þessu móti heildstætt yfirlit yfir stefnumál kjörtímabilsins og er þar gagnleg nýjung á ferð fyrir áhugafólk um samgöngu- og sveitarstjórnarmál.

Lesa meira

Kópavogsbær fær vottun fyrir WCCD lífskjara- og þjónustustaðalinn

Kópavogsbær hefur fengið vottun fyrir WCCD lífskjara- og þjónustustaðalinn, ISO 37120 (World Council on City Data). Vottunin gerir sveitarfélaginu kleift að meta framgang mála hjá sér, bæði á milli ára og með alþjóðlegum samanburði við önnur vottuð sveitarfélög um heim allan. Þá nýtast mælingar samkvæmt staðlinum einnig innleiðingu Kópavogsbæjar á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Lesa meira