Uppselt á sýningarsvæði fjármálaráðstefnunnar

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram dagana 3. og 4. október nk. með svipuðu sniði og undanfarin ár. Allir sýningarbásar vegna ráðstefnuna eru upp pantaðir.

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram dagana 3. og 4. október nk. með svipuðu sniði og undanfarin ár. Allir sýningarbásar vegna ráðstefnuna eru upp pantaðir.

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu og gefst fyrirtækjum og stofnunum að vanda kostur á, að kynna starfsemi sína á sýningarsvæði fyrir framan aðalráðstefnusal hótelsins. Líkt og undanfarin ár er skipað í bása sýningarsvæðisins samkvæmt reglunni „fyrstur kemur, fyrstur fær” og hafa mun færri komist að en vilja.

Aldrei hefur þó tekið eins stuttan tíma að leigja út bása eins og nú, en réttum sólarhringi frá því að opnað var fyrir pantanir vegna sýningarsvæðsins voru allir básar bókaðir.

Tilkynnt verður bráðlega hvenær opnað verður fyrir skráningar á ráðstefnuna.