Fréttir og tilkynningar

Fundarferð Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um landið

Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun standa fyrir fundarferð um landið í samstarfi við sveitarfélög vegna húsnæðis- og byggingarmála. Á meðal þess sem fundirnir fjalla um eru húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og byggingargátt Mannvirkjastofnunar, en þessum nýju stjórntækjum hins opinbera er aðallega ætlað að greiða fyrir þarfagreiningu og áætlanagerð, svo laga megi betur en nú er unnt húnsæðisframboð að eftirspurn.

Lesa meira

Samþykkt að kanna ávinning sameiningar

Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa ákveðið skipa samstarfsnefnd sem kanna skal ávinning af sameiningu sveitarfélaganna m.t.t. bættrar þjónustu, öflugri stjórnsýslu og auknum slagkrafti í byggða-, atvinnu- og samgöngumálum. Verði sameining sveitarfélaganna samþykkt, verður til landfræðilega stærsta sveitarfélag landsins, rúmlega 12 þúsund ferkílómetrar að stærð.

Lesa meira

Umsagnir um grænbókina

Sveitarfélög eru í umsögnum sínum um Grænbók um málefni sveitarfélaga jákvæð gagnvart þeim almennu markmiðum sem þar koma fram og lúta að því að efla sveitarstjórnarstigið og styrkja sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Meirihluti þeirra virðist jafnframt hlynntur því að tiltekinn lágmarksfjöldi íbúa verði lögfestur.

Lesa meira

Launað starfsnám kennaranema

Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, kynnti 5. mars sl. aðgerðir til næstu fimm ára sem ætlað er að efla nýliðun í kennarastétt, stuðla að fjölgun nemenda í kennaranámi og sporna gegn brottfalli kennara úr starfi. Launað starfsnám á 5. og síðasta ári kennaranáms er á meðal þeirra aðgerða sem boðaðar hafa verið og er því einkum ætlað að efla tengsl kennaramenntunar við starfsvettvang og auka færni nýliða til að takast á við áskoranir kennarastarfsins.

Lesa meira

Persónuvernd og varðveisla gagna

Þjóðskjalasafn Ísland gekkst nýlega fyrir árlegri vorráðstefnu sinni. Yfirskrift ráðstefnunnar var varðveisla, eyðing og aðgengi að upplýsingum í ljósi nýrra persónuverndarlaga og var ofarlega á baugi sú óvissa sem ný löggjöf hefur í sumum tilvikum skapað í skjalavörslu.

Lesa meira

Meiri þátttaka og fleiri konur

Úrslita Evrópuþingskosninga, sem fram fóru 23. til 26. maí síðastliðinn, var beðið með mikilli eftirvæntingu í ríkjum Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar komu um margt á óvart. Fyrir sveitarfélögin eru það helst tvö atriði sem gæti verið áhugavert að skoða nánar eða kosningaþátttakan annars vegar og aukinn hlutur kvenna hins vegar.

Lesa meira

Opinberir vinnustaðir virkir í nýsköpun

Nýsköpunardagur hins opinbera var haldinn í fyrsta sinn í dag fyrir fullu húsi í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Að deginum stendur Fjármála- og efnahagsráðuneytið ásamt Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Nýsköpunardagurinn í beinu streymi

Streymt verður beint frá Nýsköpunardegi þess opinber 2019, sem fram fer í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, 4. júní kl. 08:30 – 11:00. Dagskráin hefst á ávarpi Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formlegri opnun á nýrri vefsíðu um opinbera nýsköpun. Smelltu hér til að opna streymið.

Lesa meira

Komdu að kenna

Fyrsta verk stjórnar á fundi hennar í dag, var að skrifa póstkort og er óhætt að segja að þessi 871. stjórnarfundur hjá sambandinu hafi farið sérlega skemmtilega af stað. Póstkortin eru ætluð vænlegum kennaraefnum sem hvatning til að hefja kennaranám og mátti merkja mikinn einhug hjá stjórn varðandi verkið.

Lesa meira

Aukalandsþing og stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að boðað verði til aukalandsþings þann 6. september nk. Ráðherra sveitarstjórnarmála stefnir að því, að mæla snemma á komandi haustþingi fyrir tillögu að stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga. Mikilvægt er að sveitarstjórnarfólk komi saman og ræði tillöguna áður en hún kemur til kasta Alþingis.

Lesa meira

Þrjú sveitarfélög valin til þátttöku í íbúasamráðsverkefni

Alls bárust umsóknir frá 10 sveitarfélögum vegna íbúasamráðsverkefnis sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur að í samstarfi við Akureyrarbæ. Leitað var að þremur áhugasömum sveitarfélögum um þátttöku og kom því í hlut samráðshóps verkefnisins að velja þau úr hópi umsækjenda.

Lesa meira

Norðlingaskóli hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2019

Norðlingaskóli hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2019 fyrir verkefnið Hjólakraftur fyrir 1.-10. bekk. Verkefnið hófst á vorönn 2016 og hefur að markmiði að fá nemendur skólans og foreldra þeirra til að hreyfa sig meira með því að hjóla. Áhersla er lögð á að ná til þeirra nemenda sem taka minnstan þátt í skólaíþróttum, búa við erfiðar félagslegar aðstæður eða eru nýir íbúar í Reykjavík með erlendan bakgrunn. Um samstarfsverkefni þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, Hjólakrafts og Norðlingaskóla er að ræða.

Lesa meira

Yfirlýsing vegna vísunar SGS og Eflingar á kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara

Yfirlýsing frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) vegna vísunar Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Eflingar á kjaraviðræðum við SNS til ríkissáttasemjara og fullyrðinga þeirra í tengslum við málið.

Lesa meira

Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní nk. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík.

Lesa meira

Samsköpun – lykillinn að betri þjónustu og auknum lífsgæðum íbúa?

Samsköpun nýtur sem aðferðafræði í nýsköpun og þróun opinberrar þrjónustu vaxandi vinsælda á hinum Norðurlöndunum, ekki hvað síst hjá sveitarfélögum. Vinnustofa með Anne Tortzen, einum fremsta sérfræðingi í samsköpun, verður haldin þann 3. júní í tengslum við Nýsköpunardag hins opinbera.

Lesa meira

Góð rekstrarafkoma og miklar fjárfestingar

Samantekt hag- og upplýsingasviðs úr ársreikningum 10 stærstu sveitarfélaga landsins leiðir í ljós, að afkoma var á síðasta ári góð og fjárfestingar miklar. Fjárfestingar jukust í A-hluta um 36% frá árinu 2017 og rekstrarafgangur svaraði til 4,2% af heildartekjum, sem er jafnframt aðeins betri árangur en árið áður. Veltufé frá rekstri nam 11,2% af heildartekjum árið 2018, samanborið við 10,2% árið áður, 11,7% árið 2016 og 12,7% árið 2015.

Lesa meira

Ítarlegri umsögn sambandsins um fjármálaáætlun 2020-2024 fylgt eftir við fjárlaganefnd

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði ítarlegri umsögn um fjármálaáætlun 2020-2024 til fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Farið er þar yfir þá hnökra sem orðið hafa á samskiptum ríkis og sveitarfélaga í tengslum við þá einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að frysta framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Skerðingin nemur samtals 3-3,5 ma.kr. og bitnar hún harðast á fámennum sveitarfélögum. Gerð er skýlaus krafa um að Alþingi dragi til baka þessi áform ríkisstjórinarinnar.

Lesa meira

Beint streymi af málþingi um skólasókn og skólaforðun

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur áhugavert málþing um skólasókn og skólaforðun mánudaginn 21. maí, kl. 08:30 til 12:00. Fylgjast má með málþinginu í beinu streymi á vef sambandsins. Þá verða upptökur af framsöguerindum einnig aðgengilegar.

Lesa meira