Ungt fólk hvatt til að taka þátt í þingfundi ungmenna

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á því brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sem á því brenna á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar.

Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13–16 ára til að taka þátt í þingfundi og undirbúningsvinnu fyrir fundinn.

Gert er ráð fyrir að 70 ungmenni af öllu landinu taki þátt í fundinum. Um helmingur er tilnefndur af hinum ýmsu ungmennaráðum á landinu og um helmingur verður valinn úr hópi þeirra sem sækja um. Boðið verður upp á styrk vegna ferða- og gistikostnaðar fyrir þá sem koma langt að. Gert ráð fyrir að foreldri/forsjáraðili ferðist með hverjum þátttakanda og er ferðakostnaður hans einnig styrktur.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til þátttöku í þingfundinum á vef Stjórnarráðsins. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.

Kynningarmyndband um þingfund ungmenna 2019