Nýsköpunardagur hins opinbera fer fram 4. júní nk. í Veröld Hús Vigdísar Finnbogadóttur, kl. 08.00-11.00n undir yfirskriftinni Hvernig er hægt að bæta þjónustu hins opinbera með nýsköpun? Fjölbreytt dagskrá nýksöpunardagsins er að vanda tileinkuð stjórnendum hjá því opinbera.
Nýsköpunardagur hins opinbera fer fram 4. júní nk. í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, kl. 08:30-11:00. Yfirskrift dagsins er Hvernig er hægt að bæta þjónustu hins opinbera með nýsköpun?
Fjölbreytt dagskrá nýsköpunardagsins er að vanda tileinkuð stjórnendum hjá því opinbera. Á meðal þess sem fjallað verður um er nýsköpun í samvinnu við almenning. Anne Tortzen, stofnandi og forstjóri Center for borgerdialog í Danmörku, kemur sérstaklega til Íslands til þess að kynna hugmyndafræði samsköpunar eða co-creation sem leið til að bæta þjónustu við almenning og lífskjör.
Þá verða fjögur nýsköpunarverkefni á vegum opinberra vinnustaða kynnt í erindi sem nefnist Nýsköpun í raunveruleikanum, hvernig fórum við að? og verkefnastofa um stafrænt Ísland kynnir aðferðafræði við mat á ávinningi af stafrænni þjónustu.
Daði Már Steinsson kynnir jafnframt niðurstöðu meistararitgerðar sinnar sem byggist á Nýsköpunarvoginni, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ríkiskaup segja frá fyrirhuguðu Nýsköpunarmóti 2019 og upplýsingagátt opinberra vinnustaða um nýsköpun verður kynnt ásamt áherslum nýsköpunar hjá hinu opinbera.
Þess má svo geta, að Anne Tortzen verður í tengslum við nýsköpunardaginn með vinnustofu um samsköpun þann 3. júní frá 13:00-16:30. Vinnustofan nefnist How can life quality of citizens and communities be improved through co-creation?
Á nýsköpunardeginum, þann 4. júní verður jafnframt faghópur um rafræna opinbera þjónustu með hádegisverðarfund kl. 12-14. Efni fundarins verður helgað nýjungum í stafrænni þjónustu þess opinbera og stendur verkefnastofa um stafrænt Ísland fyrir erindum og kynningum á samstarfsverkefnum stofunnar og nokkurra stofnana.
Uppfært 24.05.2019