Fréttir og tilkynningar

Samþykkt XXXIII. landsþings gegn áformum um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að þau óásættanlegu áform sem fram koma í fyrirliggjandi tillögu að fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um að skerða framlög ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga næstu tvö ár um 3,3 ma.kr. verði dregin til baka.

Lesa meira

Sveitarfélögin og loftslagsmál -bein útsending

Málþingið um sveitarfélögin og loftslagsmál fer fram á Reykjavík Natura hótelinu í dag, kl. 10:00 til 16:00. Bein útsending er frá málþinginu og má nálgast streymið á www.samband.is/beint. Þá verða upptökur af framsögum gerðar aðgengilegar jafnóðum og þær hafa verið fluttar. Nálgast má upptökur hér.

Lesa meira

Aðgerðaleysi er ekki valkostur

Sú kynslóð sem nú er uppi má ekki fórna lífsgæðum komandi kynslóða fyrir stundarhagsmuni, sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í ávarpi sínu á málþinginu Sveitarfélögin og loftslagsmál, sem stendur nú yfir. Málþingið markar ákveðin tímamót hjá sem fyrsti viðburður sambandsins sem helgaður er alfarið loftslagsmálum.

Lesa meira

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2019 og verkefnaáætlun landsáætlunar 2019-2021

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið. Markmiðið er halda áfram þeirri miklu uppbyggingu innviða sem hafin er til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingar ferðamannastaða.

Lesa meira

Byggðafesta og búferlaflutningar

Íbúum í 56 smærri bæjum og þorpum vítt og breitt um landið býðst nú að taka þátt í könnuninni Byggðafesta og búferlaflutningar: Bæir og þorp á ÍslandiKönnunin er liður í viðamikilli rannsókn sem Byggðastofnun stendur að í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla, en markmiðið er að byggja upp aukinn skilning á sérstöðu og áskorunum einstakra byggðalaga ásamt því, að  styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. 

Lesa meira

Skert framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnti nýlega, gerir ráð fyrir að framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækki ekki tímabundið árin 2020 og 2021 heldur haldist óbreytt frá árinu 2019, 20,7 ma.kr. bæði árin. Tekið er fram að ekki hafi náðst niðurstaða við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna þessarar aðgerðar, sem hafi í för með sér að tekjur jöfnunarsjóðs skerðist í heild um rösklega 3 ma.kr.

Lesa meira

Kynningar- og samráðsfundir um land allt vegna viðauka við landsskipulagsstefnu

Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Skipualgsstofnun heldur kynnignar- og samráðsfundi um land allt dagana 18. mars til 2. apríl nk.

Lesa meira

Úttekt á læsisstefnu hjá sveitarfélögum

Um 93% grunnskólabarna á Íslandi eru í skólum sem hafa sett sér læsisstefnu. Þá hafa 87% leikskóla sett sér læsisstefnu, að því er fram kemur í niðurstöðum úttektar sem Menntamálastofnun hefur gert á læsisstefnu sveitarfélaga. 

Lesa meira

Rafrænt útboðskerfi Ríkiskaupa aðgengilegt sveitarfélögum

Ríkiskaup hafa innleitt rafrænt útboðskerfi, sem ætlað er að einfalda aðgengi að opinberum útboðum og draga úr umsýslukostnaði kaupenda og seljenda. Má þar nálgast endurgjaldslaust útboðsauglýsingar og útboðsgögn og standa vonir til þess að þátttaka aukist samfara þessu nýja og aðgengilega útboðskerfi.

Lesa meira

Skerðingu á framlögum til jöfnunarsjóðs mótmælt harðlega

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkt á fundi sínum í dag, harðorða bókun vegna skerðinga sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt til á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherra og ríkisstjórn hafi brugðist trausti sveitarfélaga á mjög alvarlegan hátt og er þess krafist, að teknar verði upp viðræður við fjármála- og efnahagsráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála. Leiði þær viðræður ekki til ásættanlegrar niðurstöðu fyrir sveitarfélögin verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu sambandsins.

Lesa meira

Samráð skortir við sveitarfélög vegna úrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd

Velferðarráð Reykjanesbæjar telur að fyrirkomulag ríkisins vegna þjónustuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd óásættanlegt. Verulega skortir á samráð við sveitarfélög að mati ráðsins, sem vill að reglur verði settar varðandi umrædd úrræði og aðkomu sveitarfélaga.

Lesa meira

Rannsókn á skólasókn – skólaleyfi og skólaforðun

Gera má ráð fyrir að 2,2% grunnskólanema, eða um eitt þúsund börn, glími við skólaforðun hér á landi sem rekja má til kvíða, þunglyndis eða erfiðra aðstæðna heima fyrir. Þá telja ríflega 74% skólastjóra að foreldrar og forsjáraðilar hafi of rúmar heimildir til að heimila eigin börnum fjarvist frá skóla og er mikill meirihluti þeirra hlynntur því að opinbert viðmið verði tekið upp, s.s. um hámarksfjölda daga vegna slíkra leyfisveitinga.

Lesa meira

Lágt hlutfall kvenna til skammar

Power2Her, skýrsla CEMR, Evrópusamtaka sveitarfélaga, um stöðu kvenna í stjórnmálum leiðir í ljós, að konur voru einungis 31% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi og 18% af borgar- og bæjarstjórum í Evrópu á árinu 2018.

Lesa meira

Skýrsla um lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016

Á árinu 2016 mældust lífskjör barna á Íslandi á heildina litið góð í samanburði við flest önnur Evrópulönd. Þrátt fyrir þessa góðu heildarmynd eru óleyst vandamál til staðar, en nærri fjögur af hverjum tíu börnum sem mælast undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra, að því er fram kemur í skýrslu sem Velferðarvaktin hefur gefið út um lífskjör og fátækt barna á Íslandi.

Lesa meira

Aðgerðir í menntamálum kynntar – nýliðun kennara

Launað starfsnám og námsstyrkir eru á meðal þeirra aðgerða stjórnvalda, sem ætlað er að fjölga nýliðum og sporna gegn brotthvarfi í kennarastétt. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag umfangsmiklar aðgerðir í menntamálum sem koma til framkvæmda þegar í haust.

Lesa meira

Yfirgripsmikið málþing um loftslagsmál

Samband íslenskra sveitarfélaga gengst fyrir málþingi um loftslagsmál fimmtudaginn 28. mars nk. á Grand hóteli Reykjavík. Um yfirgripsmikið málþing er að ræða þar sem fjallað verður um stöðu loftslagsmála hér á landi á breiðum grunni.

Lesa meira

Umsögn um fyrirhugaðar breytingar á lögum um opinber innkaup

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til að heimild til keðjuábyrgðar verði gerð að skyldu í lögum um opinber innkaup. Þá telur sambandið mikilvægt að hugað verði að stöðu bæði ríkis og sveitarfélaga, fari svo að Ríkiskaup verði lögð niður.

Lesa meira

Sameiginlegt örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla

Ríkiskaup undirbúa nú sameiginlegt örútboð á ritföngum fyrir grunnskóla sveitarfélaganna, eins og farið hefur verið í undanfarin ár. Sveitarfélögum, sem ætla að taka þátt í útboðinu, er bent á að hafa samband við Grétar Erlingssons, verkefnastjóra hjá Ríkiskaupum á gretar@rikiskaup.is fyrir 4. mars nk.

Lesa meira