Fréttir og tilkynningar

Sambandið skrifar undir samning við fjögur BHM

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarðs, Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélags lögfræðingaundirrituðu nýjan kjarasamning miðvikudaginn 1. júlí.

Lesa meira

Endurskoðaðar áætlanir um framlög úr jöfnunarsjóði

Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur lagt fram tillögur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Lesa meira

Öflugur málsvari sveitarfélaga í 75 ár

Sveitarstjórnarmenn fagna því að nú í júní eru liðin 75 ár frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað. Árið 1945, þann 11. júní, komu sveitarstjórnarmenn saman til þriggja daga stofnfundar í Alþingishúsinu og markar sá dagur upphaf samstarfs sveitarfélaga á Íslandi.

Lesa meira

Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á nýútkominni skýrslu um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi. Skýrslan byggir á rannsókn sem gerð var veturinn 2018-2019 af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Lesa meira

Skrifstofan lokuð 19. júní

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður lokuð föstudaginn 19. júní nk. vegna starfsmannaferðar. Við opnum að nýju mánudaginn 22. júní.

Lesa meira

Endurgreiðsla virðisaukaskatts

Sveitarfélög geta fengið endurgreiddan virðisaukaskatt vegna ákveðinnar vinnu sem innt er að hendi innan tímabilsins 1. mars 2020 og til og með 31. desember 2020.

Lesa meira

Stuðningsyfirlýsing við pólska bæjarstjóra vegna aðgerða gegn hinsegin fólki

Undir yfirlýsinguna skrifa rúmlega 70 evrópskir borgar-og bæjarstjórar, þar á meðal Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Fjarvinna – tækifæri fyrir sveitarfélög?

„Á ég að borga 700 þúsund kall á mánuði fyrir stúdíóíbúð í New York, eða á ég bara að vera á Þingeyri?“

Lesa meira

Úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

360 milljónum króna hefur verið úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Styrkir voru veittir til 24 verkefna.

Lesa meira

Samband íslenskra sveitarfélaga 75 ára í dag

Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar í dag 75 ára afmæli sínu en stofnfundur þess var haldinn dagana 11.-13. júní 1945.

Lesa meira

Nýr kjarsamningur við Félag íslenskra náttúrufræðinga

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra náttúrufræðinga undirrituðu í gær, 4. júní, nýjan kjarasamning. Samningurinn er í anda Lífskjarasamningsins sem þegar gildir á almennum vinnumarkaði.

Lesa meira

Brunavarnir efldar með fjölgun starfa á landsbyggðinni

Í lok maí skilaði starfshópur um stöðu brunavarna skýrslu til félags- og barnamálaráðherra, en brunavarnir falla undir ráðuneyti hans. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrir liggi að tjón af völdum eldsvoða er að aukast hér á langi og því nauðsynlegt að stórefla brunaeftirlit og efla viðbúnað minni slökkviliða.

Lesa meira

Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19

Samþykkt hefur verið að veita 75 m.kr. til að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög, sem umfram hefðbundið sumarstarf sumarið 2020, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu.

Lesa meira

Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19

Samþykkt hefur verið að veita 75 m.kr. til að styðja þau sveitarfélög sem vegna COVID-19 hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020 umfram hefðbundið starf.

Lesa meira

Sumarstarf við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Hafnasamband Íslands auglýsir eftir áhugasömum námsmanni til starfa við verkefni tengd rekstri og gagnavinnslu á sviði sveitarfélaga. Um er að ræða sumarstarf.

Lesa meira

Yfirlit aðgerða vegna COVID-19

Alþingi hefur á undanförum vikum fjallað um tvo aðgerðapakka til að bregðast við afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins. Í báðum tilvikum er um að ræða bandorm um breytingar á ýmsum lögum auk samþykktar sérstakra fjáraukalaga þar sem kveðið er á um fjármögnum aðgerða.

Lesa meira

Starfshópur metur stöðu sveitarfélaga vegna COVID-19

Skipaður hefur verið starfshópur á vegum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, til að taka saman upplýsingar um fjármál sveitarfélaga og meta stöðu einstakra sveitarfélaga og hugsanleg úrræði vegna aðsteðjandi rekstrarvanda í ljósi Covid-19 kórónuveirufaraldursins.

Lesa meira

Mörg sveitarfélög illa stödd vegna stöðu ferðaþjónustunnar

Byggðastofnun hefur sent samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra minnisblað um áhrif niðursveiflu í ferðaþjónustu á atvinnuástand á landsbyggðinni. Í henni er mikilvægi ferðaþjónustunnar greint eftir svæðum og sveitarfélögum.

Lesa meira