Brunavarnir efldar með fjölgun starfa á landsbyggðinni

Í lok maí skilaði starfshópur um stöðu brunavarna skýrslu til félags- og barnamálaráðherra, en brunavarnir falla undir ráðuneyti hans. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrir liggi að tjón af völdum eldsvoða er að aukast hér á langi og því nauðsynlegt að stórefla brunaeftirlit og efla viðbúnað minni slökkviliða.

Í lok maí skilaði starfshópur um stöðu brunavarna skýrslu til félags- og barnamálaráðherra, en brunavarnir falla undir ráðuneyti hans. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrir liggi að tjón af völdum eldsvoða er að aukast hér á langi og því nauðsynlegt að stórefla brunaeftirlit og efla viðbúnað minni slökkviliða. Lagt er til að störfum fjölgi um átta á starfsstöð Húsnæðismálastofnunar (HMS) á Sauðárkróki þar sem brunavarnaeftirlitið verður staðsett eftir sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs í HMS.

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur boðað margþættar aðgerðir til að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi. Með því bregst hann við ábendingum í skýrslunni sem gerð verður opinber á næstunni. Hann hyggst m.a. beita sér fyrir því að veita auknu fjármagni í málaflokkinn, stuðla að fræðslu slökkviliðsmanna og efla starf slökkviliða á landsbyggðinni.

Á vettvangi stjórnar Byggðastofnunar og stjórnar HMS hefur sambandið reglulega tekið þátt í umfjöllun og mögulegri framkvæmd ákvæðis í þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019–2033, sem samþykkt var á Alþingi 29. janúar 2020, þar sem fram kemur að ráðast skuli í átak til að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni. Ákvörðun ráðherra að efla brunavarnir með fjölgun starfa á landbyggðinni er algjörlega í samræmi við þetta markmið þingsályktunarinnar og stuðning sambandsins við hana.