Fréttir og tilkynningar

Umsögn sambandsins um aðgerðarpakka tvö

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp til fjáraukalaga og frumvarp um frekari aðgerðir aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í umsögninni er lýst óánægju með hve lítið samráð var haft við sambandið um þennan annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.

Lesa meira

Margvíslegar aðgerðir til að styðja við sveitarfélög

Margvíslegar aðgerðir fyrir sveitarstjórnarstigið eru að finna í öðrum áfanga stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveiru.

Lesa meira

Tilslökun á samkomubanni 4. maí

Tilkynnt hefur verið um afléttingu takmarkana á skólastarfi frá og með mánudeginum 4. maí nk. og nú hefur heilbrigðisráðuneyti birt auglýsingu þar sem nánar er fjallað um útfærslu þess og áhrif á mismunandi skólastig.

Lesa meira

Vegvísir ESB í tengslum við kórónafaraldurinn

Þessa dagana er mikil umræða um hvenær og með hvaða hætti verður hægt að aflétta þeim höftum sem gripið hefur verið til í tengslum við kórónafaraldurinn. Víða í Evrópu hefur verið gripið til strangra aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónavírusins og vernda viðkvæma hópa í samfélaginu.

Lesa meira

Varnir, vernd og viðspyrna

Ríkisstjórnin kynnti á fundi í gær, 21. apríl, aðgerðarpakka 2 um viðspyrnu Íslands gegn efnahagslegum og félagslegum áföllum í kjölfar COVID-19 faraldrinum. Pakkanum er skipt upp í tvo meginhluta sem hver um sig skiptist upp í þrjá flokka; Varnir, Vernd og Viðspyrnu.

Lesa meira

Viðbótarúthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hafi ráðstafað 200 milljón kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020.

Lesa meira

Dregið úr takmörkunum á skólahaldi frá 4. maí

Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi í gær næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Heilbrigðisráðherra gerði þar m.a. grein fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir á takmörkunum á skólahaldi. Breytingarnar taka gildi 4. maí.

Lesa meira

Minnisblað um frestun gjalddaga fasteignaskatta

Lögfræði- og velferðarsvið hefur tekið saman minnisblað þar sem fjallað er frestun gjalddaga fasteignaskatts. Mörg sveitarfélög hafa farið þá leið að fresta gjalddögum fasteignaskatts ásamt því sem Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru þar sem meðal annars var samþykkt heimild til að fresta gjalddögum fasteignaskatts.

Lesa meira

Góð ráð til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins

Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.

Lesa meira

Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila

Það er borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu. Opinberum aðilum er heimilt að fela starfsmönnum tímabundið breyttar starfsskyldur og að flytja starfsmenn tímabundið milli starfsstöðva og opinberra aðila til að sinna verkefnum sem hafa forgang á hættustundu.

Lesa meira

Heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda

Í gær, 30. mars, var samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga er heimilar gjaldendum fasteignaskatta í C-flokki (atvinnuhúsnæði), sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur til er 15. janúar 2021.

 

Lesa meira

Sveitarstjórnir fá 30 daga frest til að skila ársreikningum

Ákveðið hefur verið að veita öllum sveitarstjórnum landsins heimild til að framlengja tímafresti um meðferð og skil ársreikninga. Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga hefur verið birt í Stjórnartíðindum.

Lesa meira

Viðspyrna fyrir íslenskt atvinnulíf

Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum sambandsins um aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.

Lesa meira

Sveitarfélög eiga rétt á að sækja um minnkað starfshlutfall til VMST

Síðustu daga hafa sveitarstjórnarmenn velt því fyrir sér hvort sveitarfélög, og þá sérstaklega stofnanir eða byggðasamlög á þeirra vegum, eigi rétt á að færa niður starfshlutföll og láta viðkomandi starfsmenn sækja um hlutabætur til Vinnumálastofnunar.

Lesa meira

Samið við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með aðstoð fjarfundabúnaðar

Í gærkvöldi var lokið við gerð kjarasamnings við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Er þetta fyrsti kjarasamningurinn, sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélag lýkur, þar sem samningaferlið fer alfarið fram í formi fjarfunda. Þetta er búið að vera sérstakt ferðalag en gengið frábærlega í góðri samvinnu allra sem að því komu.

Lesa meira

200 milljónir í uppbyggingu fráveitumála hjá sveitarfélögum

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Í tillögunni er lagt til að veitt verði 200 milljónum króna í uppbyggingu fráveitumála hjá sveitarfélögum. 

Lesa meira

Staða kjaramála

Á síðustu vikum hefur Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fjölmarga samninga við hin ýmsu stéttarfélög sem gera samninga við sveitarfélögin. Að auki eru kjaraviðræður í gangi við nokkur stéttarfélög.

Lesa meira

Efling aflýsir verkföllum

Efling stéttarfélag hefur tilkynnt Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar – stéttarfélags gagnvart sambandinu, sem tilkynnt var um 2. mars sl., hafi verið aflýst.

Lesa meira