Umsögn sambandsins um aðgerðarpakka tvö

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp til fjáraukalaga og frumvarp um frekari aðgerðir aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í umsögninni er lýst óánægju með hve lítið samráð var haft við sambandið um þennan annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp til fjáraukalaga og frumvarp um frekari aðgerðir aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru . Í umsögninni er lýst óánægju með hve lítið samráð var haft við sambandið um þennan annan aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.

Sveitarfélögin munu verða fyrir miklu tekjufalli og stórfelldri útgjaldaaukningu vegna þess efnahagsáfalls sem nú ríður yfir. Sveitarfélögin eiga mikið undir aðgerðum ríkisins á fjölmörgum sviðum og óvissa um aðgerðir ríkisins á næstu mánuðum. Tekjufall hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna lækkunar útsvarsstofns og skatttekna ríkisins mun hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög og þarf að horfa til þess hvernig hægt verði að mæta því áfalli. Fjölmennustu sveitarfélögin fá hins vegar mörg hver aðeins óverulegan hluta sinna tekna frá jöfnunarsjóði en verða einnig fyrir miklum áföllum vegna minnkandi skatttekna, tekna af sölu byggingaréttar og gatnagerðargjöldum og stórauknum útgjöldum til fjárhagsaðstoðar. Mikilvægt er að víðtækt samráð verði milli ráðuneyta og sambandsins um mótun aðgerða til að koma til móts við sveitarfélögin og tryggja að þau geti áfram boðið fram þá þjónustu við íbúa sem lög og reglur kveða á um. Meðfylgjandi samantekt hag- og upplýsingasviðs sambandsins á aðgerðum ríkisstjórna annars staðar á N0rðurlöndum í þágu sveitarfélaga sýnir að aðgerðirnar miðast við að bæta sveitarfélögum ekki bara aukinn kostnað vegna veirunnar heldur einnig vegna tapaðra tekna.

Í ljósi framangreinds hefur stjórn sambandsins ályktað að mikilvægt sé að ríkissjóður komi að málum með fjölbreyttum almennum aðgerðum og með beinum fjárhagslegum stuðningi til að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaganna á landinu öllu. Við þessar aðstæður er mikilvægt að sveitarfélögin hafi nægan fjárhagslegan styrk og svigrúm til þess að halda uppi þjónustu við íbúa, ráðast í nauðsynlega fjárfestingu og uppbyggingu og tryggja framlög til skólahalds, velferðarþjónustu, íþrótta- og menningarstarfsemi svo fátt eitt sé nefnt. Gangi þau áhrif eftir sem lýst hefur verið verður rekstur sveitarfélaganna þungur um langan tíma og verður ekki leystur með lántökum og niðurskurði í þjónustu sveitarfélaganna.

Heilt á litið lýsir sambandið sig sammála flestum aðgerðum í aðgerðapakka 2 en það þarf þó að gera enn betur og að áliti sambandsins mætti t.d. leggja meiri áherslu á að bæta atvinnuhorfur fólks af erlendum uppruna, með stórauknu námsframboði fyrir þann hóp.