Síðustu daga hafa sveitarstjórnarmenn velt því fyrir sér hvort sveitarfélög, og þá sérstaklega stofnanir eða byggðasamlög á þeirra vegum, eigi rétt á að færa niður starfshlutföll og láta viðkomandi starfsmenn sækja um hlutabætur til Vinnumálastofnunar.
Síðustu daga hafa sveitarstjórnarmenn velt því fyrir sér hvort sveitarfélög, og þá sérstaklega stofnanir eða byggðasamlög á þeirra vegum, eigi rétt á að færa niður starfshlutföll og láta viðkomandi starfsmenn sækja um hlutabætur til Vinnumálastofnunar.
Svarið er að finna á vef Vinnumálastofnunar:
Já, úrræðið um minnkað starfshlutfall gildir um alla atvinnurekendur sem lenda í samdrætti vegna COVID-19. Það á einnig við um opinberar stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki á þeirra vegum.