Samið við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með aðstoð fjarfundabúnaðar

Í gærkvöldi var lokið við gerð kjarasamnings við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Er þetta fyrsti kjarasamningurinn, sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélag lýkur, þar sem samningaferlið fer alfarið fram í formi fjarfunda. Þetta er búið að vera sérstakt ferðalag en gengið frábærlega í góðri samvinnu allra sem að því komu.

Í gærkvöldi var lokið við gerð kjarasamnings við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Er þetta fyrsti kjarasamningurinn, sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélag lýkur, þar sem samningaferlið fer alfarið fram í formi fjarfunda.

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, var ánægð með samninginn við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og samningaferlið.

Þetta er búið að vera sérstakt ferðalag en gengið frábærlega í góðri samvinnu allra sem að því komu. Þeir óvenjulegu tímar sem nú eru uppi leiddu til þess að samningafundir fóru alfarið fram í gegnum fjarfundabúnað. Þetta var krefjandi verkefni en mitt mat er að báðir samningsaðilar geti gengið sáttir frá borði.

Samningurinn verður nú borinn undir samningsaðila til samþykktar og skal atkvæðagreiðslu um hann vera lokið eigi síðar en 8. apríl nk.